Þetta er stutt grein um stöðina í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi. Greinin er skrifuð klukkan 18:14.
Eldstöðvar nefndar í þessari grein
Fagradalsfjall
Reykjanes
Krýsuvík
- Fagradalsfjall hefur ekki gosið síðan á Pleistósentímabilið. Hvenær síðasta eldgos varð er ekki vitað eða er ekki skráð. Þetta er að lágmarki fyrsta eldvirkni í Fagradalsfjalli í 11700 ár.
- Eldgosahætta er núna í eldstöðinni Reykjanes*.
- *Þetta gæti verið önnur eldstöð kennd við Svartsengi (engin upplýsingasíða) en jarðfræðikortum ber ekki saman um hvaða eldstöð er nákvæmlega þarna. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái þangað en það er ekki almennilega vitað miðað við ósamræmi í jarðfræðikortum. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái eingöngu inn að Reykjanestá og restin af eldstöðinni er þá undir sjó.
- Það hefur aðeins dregið úr virkninni í eldstöðinni Krýsuvík síðasta sólarhring. Hættan á eldgosi er núna minni í þeirri eldstöð.
- Mesti fjöldi jarðskjálfta var núna meiri en 3000 jarðskjálftar á einum degi.
- Síðustu 24 klukkutíma hafa 12 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 hafa átt sér stað. Flestir af þessum jarðskjálftum finnast í byggð.
- Síðustu 48 klukkutímana þá hafa um 3300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga.
- Kvika er núna áætluð á rúmlega 5 til 6 km dýpi og gæti verið eins grunnt og 2 km dýpi.
Kort af mögulegum svæðum þar sem eldgos geta orðið hafa verið gefin útaf Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hægt er að sjá þau kort hérna á Facebook. Jarðsvísindadeild Háskóla Íslands hefur einnig gefið út kort af mögulegu hraunflæði og það er hægt að skoða þau kort hérna á Facebook. Kortin eru uppfærð daglega á Facebook
Vefmyndavélar – Bætt inn klukkan 21:16
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (næturmyndavél/innrauð myndavél)
Styrkir
Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni auk þess sem hægt er að millifæra beint á mig styrk ef fólk getur styrkt mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Auglýsingar
Hægt er að kaupa auglýsingar á þessari síðu. Ég er ennþá að vinna í verðskrá fyrir auglýsingar þar sem þetta er ný þjónusta hjá mér.
Grein uppfærð klukkan 21:16