Stutt jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Júní-2018) og í gær (28-Júní-2018) varð jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,2 eða 4,1 (ég er ekki viss um stærðina). Ég veit ekki hvaða stærð er rétt þar sem útslagið á mælinum mínum í Dellukoti var stærra en það sem ég býst við að sjá við jarðskjálfta sem er 3,2 í þessari fjarlægð frá Dellukoti. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ennþá niðri vegna bilunar í tölvu (sem ég get ekki lagað).


Grænu stjörnurnar sýna jarðskjálftana á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að jarðskjálftavirkni þarna mun halda áfram eða hvernig þetta mun þróast. Þessa stundina virðist engin jarðskjálftavirkni vera í gangi á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi mælast ekki minni jarðskjálftar á þessu svæði.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Aðfaranótt 26-Maí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina virðist eiga uppruna sinn í flekahreyfingum á þessu svæði. Mjög fáir jarðskjálftar mældust á þessu svæði og þetta var ekki stór jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg (gula). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru með stærðina 2,0 til 2,8. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir, minni jarðskjálftar virðast ekki mælast í þessari fjarlægð. Það er hugsanlegt að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum til dögum. Það hefur verið munstur undanfarin ár á Reykjaneshrygg að jarðskjálftavirknin hagi sér á þennan hátt. Það er einnig möguleiki á því að ekkert frekar gerist á þessu svæði.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Í gær (11-Janúar-2018) var kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 08:37 með jarðskjálfta sem hafði stærðina 4,0 en síðan komu tveir stærstu jarðskjálftanir fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þeir höfðu stærðina Mw5,4 (EMSC upplýsingar hérna) klukkan 09:46 og síðan með stærðina mb4,9 (EMSC upplýsingar hérna) klukkan 09:50.


Jarðskjálftavirknin djúpt suður af Íslandi (grænu stjörnurnar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu lauk klukkan 11:11 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,6 átti sér stað. Veðurstofa Íslands mældi sjö jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu og einnig þessa jarðskjálfta sem koma fram á EMSC en með minni styrkleika. Stærðin sem EMSC gefur upp er sú rétta. Það er ekki gott að fá nákvæma staðsetningu á þessari jarðskjálftahrinu vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum. Jarðskjálftagögn benda til þess að þarna hafi orðið hefðbundnir brotaskjálftar sem verða oft á Reykjaneshrygg og það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í eldvirkni á þessu svæði. Jarðskjálftar sem eru minni en Mw3,6 mælast ekki vegna fjarlægðar.

Jarðskjálfti með stærðina 5,9 djúpt á Reykjaneshrygg þann 10-September-2017

Í gær þann 10-September-2017 klukkan 21:40 varð jarðskjálfti með stærðina 5,9 djúpt á Reykjaneshrygg (EMSC upplýsingar hérna). Engir eftirskjálftar hafa sést á jarðskjálftamælum vegna fjarlægðar frá landi.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Heklubyggð. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Fjarlægð þessa jarðskjálfta frá Reykjavík er 1004 km. Vegna fjarlægðar frá landi þá varð enginn var við þennan jarðskjálfta. Í mesta falli hefur þessi jarðskjálfti hrætt fiska á svæðinu. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað frekara gerist á þessu svæði.

Grein uppfærð klukkan 00:57 þann 12-September-2017. Bætti við tengli sem hafði gleymst.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri

Í gær (22-Ágúst-2017) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri. Þetta var frekar lítil jarðskjálftahrina og sást ágætlega á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar hafi orðið en mældust á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flest bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í flekahreyfingum heldur en kvikuhreyfingum en það er voðalega vont að sjá það í þessari fjarlægð frá jarðskjálftamælanetinu og merkið sem ég fékk á mína jarðskjálftamæla var mjög óskýrt. Ég veit ekki hvenær síðasta eldgos varð á þessu en það var líklega á tímabilinu milli 13 og 15 aldar.

Uppfærsla eitt

Samkvæmt frétt Rúv þá féll Geirfuglasker árið 1972. Af einhverjum ástæðum þá var það ennþá inni hjá Veðurstofunni. Næsti punktur hefur verið fluttur til Eldeyjarboða sem er aðeins sunnar. Ég mun skrifa eftir því í framtíðinni.

Grein uppfærð þann 24-Ágúst-2017 klukkan 18:38.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg utan við Eldeyjarboða

Í gær (14-Ágúst-2017) og í dag (15-Ágúst-2017) hefur verið lítil jarðskjálftahrina ekki langt fyrir utan Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Fjarlægðin frá ströndinni er rúmlega 60 km. Á svæðinu er eldstöð sem hefur ekkert sérstakt nafn en er oft kennd við Eldeyjarboða.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg nærri Eldeyjarboða. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,8 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hingað til hafa verið minni að stærð. Það er ennþá möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina aukist frá því sem er núna. Jarðskjálftamælanet Veðurstofunnar á í smá vandræðum með að staðsetja jarðskjálfta rétt á þessu svæði vegna fjarlægðar frá SIL jarðskjálftamælanetinu (~60 km). Síðasta eldgos á þessu svæði varð þann 1-Maí árið 1783 þegar eyja myndaðist og fékk nafnið Nýey (Wikipedia) en eyjan hvarf undir sjó á nokkrum vikum.

Jarðskjálfti með stærðina 4,5 á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 á Reykjaneshrygg og hófst í kjölfarið jarðskjálftahrina á þessu svæði. Heildarfjöldi jarðskjálfta sem kom fram í þessari jarðskjálftahrinu er í kringum 71 en það er ekki búið að fara yfir þessa jarðskjálftahrinu hjá Veðurstofu Íslands. Það er einnig möguleiki á því að nokkrir jarðskjálftar með stærðina 3,0 hafi átt sér stað án þess að búið sé að fara yfir þá.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 4,5 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.

Þessi jarðskjálftahrina er hefðbundin flekahreyfing miðað við þann rekdal sem er til staðar á þessu svæði. Miðað við eldri jarðskjálftahrinur á þessu svæði þá er hætta á því að frekari jarðskjálftavirkni verði á þessu svæði næstu daga og jafnvel vikur áður en það róast aftur. Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, það þýðir að engin kvika kom upp í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu og mjög ólíklegt sé að kvika sé valda jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg í gær (02.03.2017)

Í gær (02.03.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað rúmlega 540 km frá landi og því mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir á mælum. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar hérna), annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 (EMSC upplýsingar hérna). Það er ekki ljóst hvort að eitthvað frekara gerðist á þessu svæði í gær vegna fjarlægðar og dýpis á þessu svæði, þar sem dýpið er mjög mikið þá sést ekki neitt á yfirborði og ég er ekki viss um að nokkuð sjáist á yfirborðinu þó svo að skipt mundi sigla þarna beint yfir.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,9 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,9 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.

Fleiri jarðskjálftar geta komið fram á mælanetum í tengslum við þessa jarðskjálftahrinu ef þeir eru nógu stórir. Það er erfitt að vita hvort að jarðskjálftahrinan sé ennþá í gangi á þessu svæði vegna fjarlægðar.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (12.02.2017) og í dag (13.02.2017) var jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði á Reykjaneshryggnum. Þessi jarðskjálftahrina virðist ekki vera tengd neinum kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þarna er sigdalur mjög líklega samkvæmt mælingum skipa (held ég).


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,1 og 3,2 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 17 km og upp að 2,4 km (það er smá skekkja í mælingunni). Jarðskjálftahrinunni virðist vera lokið í augnablikinu en það er samt möguleiki á nýrri jarðskjálftahrinu þarna sem yrði þá stærri en þessi hrina sem varð þarna núna. Það er ekki hægt að segja til um hvort að slíkt muni gerast, það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist á þessu svæði.

Yfirlit yfir jarðskjálftavirkina á Íslandi síðustu daga

Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu daga. Yfir heildina hefur mjög lítið verið að gerast og rólegt á öllum helstu stöðunum þar sem yfirleitt er frekar mikil jarðskjálftavirkni. Mesta jarðskjálftavirknin sem á sér stað þessa stundina er rúmlega 340 kílómetra norður af Kolbeinsey.


Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,3.

Bárðarbunga

Þessa dagana er mjög rólegt í Bárðarbungu og ekki mikið að gerast. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað hefur sýnt hring misgengið í eldstöðinni, þessir jarðskjálftar benda til þess að eldstöðin sé farin að þenjast út og misgengið sé farið að rísa á ný (nokkra mm á mánuði).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Djúpir jarðskjálftar halda áfram í Trölladyngju. Það er mín skoðun að næsta eldgos verði í Trölladyngju miðað við þessa jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Katla

Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu undanfarið. Það er hefðbundið að jarðskjálftavirkni minnki í Kötlu á þessum tíma árs. Ég reikna með að rólegheitin haldi áfram í nokkrar vikur í viðbót.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hekla

Tveir jarðskjálftar komu fram í Heklu þann 8-Desember-2016. Engin frekari virkni kom fram í Heklu eftir það.

Reykjaneshryggur

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Reykjaneshrygg þann 8-Desember-2016. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni varð ekki í kringum Íslandi þessa síðustu daga. Fyrir utan einstaka jarðskjálfta sem urðu hér og þar eins og gerst stundum. Vegna hugbúnaðarvandamála hjá mér á þjóni sem ég er með og á borðvélinni minni þá gat ég ekki skrifað uppfærslur í nokkra daga um þá virkni sem átti sér stað.