Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri

Í gær (22-Ágúst-2017) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri. Þetta var frekar lítil jarðskjálftahrina og sást ágætlega á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar hafi orðið en mældust á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flest bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í flekahreyfingum heldur en kvikuhreyfingum en það er voðalega vont að sjá það í þessari fjarlægð frá jarðskjálftamælanetinu og merkið sem ég fékk á mína jarðskjálftamæla var mjög óskýrt. Ég veit ekki hvenær síðasta eldgos varð á þessu en það var líklega á tímabilinu milli 13 og 15 aldar.

Uppfærsla eitt

Samkvæmt frétt Rúv þá féll Geirfuglasker árið 1972. Af einhverjum ástæðum þá var það ennþá inni hjá Veðurstofunni. Næsti punktur hefur verið fluttur til Eldeyjarboða sem er aðeins sunnar. Ég mun skrifa eftir því í framtíðinni.

Grein uppfærð þann 24-Ágúst-2017 klukkan 18:38.