Síðustu nótt varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 á Reykjaneshrygg og hófst í kjölfarið jarðskjálftahrina á þessu svæði. Heildarfjöldi jarðskjálfta sem kom fram í þessari jarðskjálftahrinu er í kringum 71 en það er ekki búið að fara yfir þessa jarðskjálftahrinu hjá Veðurstofu Íslands. Það er einnig möguleiki á því að nokkrir jarðskjálftar með stærðina 3,0 hafi átt sér stað án þess að búið sé að fara yfir þá.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 4,5 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.
Þessi jarðskjálftahrina er hefðbundin flekahreyfing miðað við þann rekdal sem er til staðar á þessu svæði. Miðað við eldri jarðskjálftahrinur á þessu svæði þá er hætta á því að frekari jarðskjálftavirkni verði á þessu svæði næstu daga og jafnvel vikur áður en það róast aftur. Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, það þýðir að engin kvika kom upp í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu og mjög ólíklegt sé að kvika sé valda jarðskjálftavirkni á þessu svæði.