Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (06-Apríl-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hófst í morgun klukkan 10:46 og stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 15:08 en sá jarðskjálfti var með stærðina 4,1 en annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni og hefur komið fram eitthvað í kringum tugur af þeim í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er á sömu slóðum og eldri jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði í Bárðarbungu og hófst í September-2015. Það sem er öðruvísi núna er að ég fékk tvö mismunandi merki á jarðskjálftamælana mína í þessari jarðskjálftavirkni, merkið sem kom fram í Böðvarshólum er annað en það merki sem ég fékk á jarðskjálftamælinn minn í Heklubyggð. Munurinn kom mest fram á norður-suður ásnum í Böðvarshólum miðað við Heklubyggð en Böðvarshólar eru staðsettir norð-vestur af Bárðarbungu en Heklubyggð er staðsett suð-vestur af Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju þessu munar stafar en þetta bendir til þess að einhverskonar hreyfing hafi átt sér stað í þessari jarðskjálftahrinu. Ég reikna með að Veðurstofa Íslands hafi einnig séð þennan mun á jarðskjálftamerkjum á sínu mælaneti. Síðan September-2015 hefur verið þensla í Bárðarbungu og það eru engin merki ennþá þess efnis að dregið hafi úr þenslunni ennþá.

Styrkir

Ég vil minna fólk að styrkja mína vinnu ef það getur. Hægt er að gera það með Paypal eða beint með banka millifærslu, hægt er að fá upplýsingar fyrir slíkri millifærslu hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂