Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (17.04.2017) klukkan 11:58 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,2. Þessi jarðskjálftahrina varði í rúmlega eina klukkustund.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu eftirskjáfltanir voru með stærðina 2,8 en sú tala getur breyst eftir því sem farið verður betur yfir jarðskjálftagögnin og þá er hugsanlegt að ég mundi uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum. Enginn gosórói eða annars skonar órói kom fram á svæðinu í þessari jarðskjálftahrinu.