Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (16-Desember-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Aðeins einn jarðskjálfti náði stærðinni 2,9. Aðrir jarðskjálftar voru minni í þessari jarðskjálftahrinu.

141216_1520
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að jarðskjálftahrinan sé búin í augnablikinu. Það er þó möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur eftir nokkra klukkutíma til daga.

Reglulegar uppfærslur: Vegna tafa vegna veðurs við að ná í tölvuborð sem ég þarf að fá áður en ég get farið að skrifa reglulegar uppfærslur. Þá get ég ekki farið að skrifa uppfærslur um stöðu mála eins og ég ætlaði mér að byrja aftur á í dag. Ég veit ekki ennþá hversu miklar tafir er um að ræða hjá mér útaf þessu.

Grein uppfærð klukkan 15:26.

Staðan í Bárðarbungu þann 12-Desember-2014

Hérna er stutt uppfærsla á gangi mála í Bárðarbungu.

  • Stærð hraunsins er núna í kringum 76 km². Ég hef verið að fá fréttir af stærð hraunsins sem ber ekki saman. Ég veit ekki afhverju það er.
  • Samkvæmt nýjustu mælingum og því sem sést þá virðist sem að hraungöng séu að myndast í hrauninu.
  • Hraunið er núna að koma fram norðan í hraunbreiðunni (næst vefmyndavélum Mílu). Hraunið brýst fram út undan kaldara og eldra hrauni.
  • Engar stórar breytingar er að sjá á gangi eldgossins samkvæmt nýjustu mælingum vísindamanna.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð og áður. Þó er orðið talsvert síðan jarðskjálfti með stærðina 5,0 átti sér stað.

Nýtt myndband af eldgosinu og hrauninu er að finna hérna í frétt Rúv frá því 11-Desember-2014. Eftir því sem ég kemst næst þá er ekkert annað að frétta af eldgosinu. Vegna flutnings míns til Íslands þá hef ég ekki getað fylgst almennilega með stöðu mála í eldgosinu.

Breytt landslag í Holuhrauni (Rúv.is, Myndband)

Annað: Ég vonast til þess að geta farið að skrifa reglulegar uppfærslur um stöðu mála í eldgosinu í Holuhrauni næsta Mánudag (15-Desember-2014). Ferðavélin mín er ekki nógu góð í að skrifa svona uppfærslur, vegna þess að þetta er gömul ferðavél sem er farinn að bila og almennt orðin mjög léleg sem slík.

Staðan í Bárðarbungu þann 9-Desember-2014

Þetta er örstutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

  • Eldgosið í Bárðarbungu er núna búið að vara í 100 daga.
  • Stærð hraunsins er í kringum 77 – 80 km² að stærð. Magn hraunsins er núna í kringum 1,0 km³ eða stærra en það (það er ekki víst að ég hafi nýjustu tölunar eins og stendur).
  • Það hefur orðið fækkun í jarðskjálftum með stærðina 5,0 og það er einnig orðið lengra á milli þeirra eins og staðan er núna.
  • Sig öskju Bárðarbungu er núna orðið meira en 50 metrar samkvæmt nýjustu mælingum.

Vegna flutnings þá hef ég ekki möguleika á að skrifa lengri grein um stöðu mála í Bárðarbungu. Vegna veðurs þá kemst ég ekki norður á Hvammstanga fyrr en á Föstudaginn (eins og veðurspáin er núna).

Staðan í Bárðarbungu Mánudaginn 1-Desember-2014

Þetta er stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

Vöktun á stöðunni í Holuhrauni hefur verið erfið til ómöguleg undanfarna daga vegna veðurs. Hraunið er núna orðið stærra en 75 km² samkvæmt síðustu tölum sem ég vissi um varðandi stærð hraunsins. Ég veit ekki hvert magn hraunsins er á þessari stundu. Ég veit ennfremur ekki hvort að þeir púlsar af virkni sem sáust í síðustu viku hafa haldið áfram. Magn brennisteinsdíoxíði sem er að koma upp er mjög svipað og áður eftir því sem ég kemst næst. Magn hrauns sem er að koma upp núna er í kringum 50 – 130 m³/sek eftir því sem ég kemst næst.

141201_2000
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (1-Desember-2014) var með stærðina 5,2 samkvæmt Veðurstofu Íslands og átti sá jarðskjálfti sér stað í suðvestur-brún öskju Bárðarbungu. Færri jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn vegna slæms veðurs á Íslandi. Á tímabili leit út fyrir að dregið hefði úr virkni í Bárðarbungu, en það var ekki raunin, jarðskjálftar einfaldlega mældust ekki vegna veðurs.

Flutningur til Íslands: Vegna flutnings til Íslands þá verður enginn uppfærsla á stöðunni í Bárðarbungu Miðvikudaginn 3-Desember og 5-Desember. Ég ætla að reyna að skrifa grein um stöðu mála í Bárðarbungu Laugardaginn 6-Desember, en það er ekki víst að það takist hjá mér.