Staðan í Bárðarbungu Mánudaginn 1-Desember-2014

Þetta er stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

Vöktun á stöðunni í Holuhrauni hefur verið erfið til ómöguleg undanfarna daga vegna veðurs. Hraunið er núna orðið stærra en 75 km² samkvæmt síðustu tölum sem ég vissi um varðandi stærð hraunsins. Ég veit ekki hvert magn hraunsins er á þessari stundu. Ég veit ennfremur ekki hvort að þeir púlsar af virkni sem sáust í síðustu viku hafa haldið áfram. Magn brennisteinsdíoxíði sem er að koma upp er mjög svipað og áður eftir því sem ég kemst næst. Magn hrauns sem er að koma upp núna er í kringum 50 – 130 m³/sek eftir því sem ég kemst næst.

141201_2000
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (1-Desember-2014) var með stærðina 5,2 samkvæmt Veðurstofu Íslands og átti sá jarðskjálfti sér stað í suðvestur-brún öskju Bárðarbungu. Færri jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn vegna slæms veðurs á Íslandi. Á tímabili leit út fyrir að dregið hefði úr virkni í Bárðarbungu, en það var ekki raunin, jarðskjálftar einfaldlega mældust ekki vegna veðurs.

Flutningur til Íslands: Vegna flutnings til Íslands þá verður enginn uppfærsla á stöðunni í Bárðarbungu Miðvikudaginn 3-Desember og 5-Desember. Ég ætla að reyna að skrifa grein um stöðu mála í Bárðarbungu Laugardaginn 6-Desember, en það er ekki víst að það takist hjá mér.