Þetta verður stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.
Það hefur verið skortur á fréttum um stöðu mála við Holuhraun í fréttum dagsins eftir því sem ég kemst næst. Á vefmyndavélum er ekki að sjá neina stóra breytingu á eldgosinu. Hraunbreiðan er hinsvegar að verða þykkri eins og sjá má þessari mynd hérna. Nýtt hraun er farið að renna ofan á örlítið kaldara hrauni sem er þarna, það hraun er ekki nema eins til þriggja mánaða gamalt. Plúsar af kviku virðast ennþá koma upp með reglulegu millibili, ég veit ekki hvernig þessi hegðun kvikunar er núna eða hvort að hún hefur eitthvað breyst á síðustu dögum frá því að þetta sást fyrst.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 tímana var jarðskjálfti með stærðina 5,1 og varð sá jarðskjálfti í norðvesturbrún Bárðarbungu eins og flestir stórir jarðskjálftar sem hafa orðið í Bárðarbungu. Ég veit ekki ástæðuna afhverju flestir stórir jarðskjálftar eiga sér stað þarna. Samkvæmt nýjustu mælingum þá er sig öskjunnar í Bárðarbungu orðið rúmlega 50 metrar og það virðist ekki vera nein breyting á siginu þessa stundina eftir því sem ég kemst næst. Ástæða þess að GPS uppfærist ekki samkvæmt nýjustu skýrslu Veðurstofu Íslands er sú að loftnetið er núna komið niður fyrir brún öskju Bárðarbungu, og því er sjónlínan dottin út við endurvarpa sem Veðurstofa Íslands notar. Heildarsigið í öskjunni er núna orðið í kringum 50 metrar og það virðist ekki vera neitt lát á siginu eftir því sem ég kemst næst. Þetta þýðir væntanlega jarðskjálftamælir sem er á sama stað er einnig ekki að senda gögn til Veðurstofunnar. Ég hef ekki neinar aðrar fréttir um stöðu mála í Bárðarbungu á þessari stundu.
Flutningur til Íslands: Ég flyt til Íslands í næstu viku og af þeim sökum verður truflun á uppfærslum um stöðu mála í Bárðarbungu næstu tvær vikunar. Ég mun reyna að skrifa uppfærslur um gang mála í Bárðarbungu þegar ég get, en það er hætt við því að langt verði á milli uppfærsluna næstu tvær vikunar.