Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í Bárðarbungu.
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram og ekkert bendir til þess að það sé að fara enda á næstunni. Það hafa hinsvegar átt sér breytingar í eldgosinu á síðustu vikum, samkvæmt því sem vísindamenn hafa séð sem verið hafa við mælingar næst eldgosinu í Holuhrauni. Útstreymi kviku er núna þannig að það kemur í púlsum sem vara misjafnlega lengi, allt frá nokkrum sekúndum yfir í nokkra klukkutíma (nánar hérna). Ég veit ekki hvað er að valda þessum breytingum, en hugsanlegt er að eldgosinu muni ljúka á næstu vikum til mánuðum. Lítil breyting hefur orðið á brennisteinsdíoxíði mengun eftir því sem ég kemst næst, ég tek það fram að þetta gæti verið rangt hjá mér með brennisteinsdíoxíði vegna skorts á nýjum upplýsingum um stöðu mála.
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eftir 5,4 jarðskjálftann í Bárðarbungu á Mánudaginn hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Slík hegðun er ekki óþekkt í Bárðarbungu eftir stóran jarðskjálfta. Það má búast við því að jarðskjálftum sem eru stærri en 3,0 fari aftur að fjölga á næstu dögum eða þangað til að næsti jarðskjálfti með stærðina 5,4 mun eiga sér stað. Þetta hefur verið munstrið í Bárðarbungu síðustu þrjá mánuði, en það er farið að draga úr jarðskjálftum sem eru með stærðina 5,0 og stærri. Það hefur verið gott útsýni á eldgosið í Holuhrauni síðustu daga þar sem veður hefur verið gott. Ég hef ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu og Holuhrauni á þessari stundu.