Þetta er stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Aftur á móti virðist sem að eldgosið hafi hugsanlega aukist eitthvað þessa stundina, það hefur þó ekki verið staðfest. Hinsvegar hafa sést sveiflur í eldgosinu sem hafa varað frá nokkrum sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir í þeirri kviku sem er að koma upp í Holuhrauni. Þetta þýðir að hugsanlega sé farið að styttast í að eldgosinu í Holuhrauni fari að ljúka. Það hafa einnig sést breytingar á því hversu mikið brennisteinsdíoxíð er að koma upp í eldgosinu.
Þó svo að eldgosinu í Holuhrauni sé kannski að fara að ljúka, þýðir það ekkert endilega að sjálft kvikinnskotinu sé að fara að ljúka. Hinsvegar getur verið að gígurinn sé að lokast án þess að eldvirkninni í Bárðarbungu sé að ljúka. Þetta þýðir einnig að möguleiki er á nýju eldgosinu þar sem kvikuinnskotið er staðsett. Það er auðvitað einnig sá möguleiki að sjálft kvikuinnskotið sé að fara að lokast og það muni ljúka eldgosinu í Holuhrauni. Þegar það gerist, þá mun kvikan í Bárðarbungu þurfa að finna sér nýjar leiðir upp á yfirborðið. Hinsvegar er ennþá sá möguleiki til staðar að það séu margir mánuðir í það að eldgosinu í Holuhrauni ljúki, þó svo að farið sé að bera á því að eldgosinu ljúki einn daginn. Magn brennisteinsdíoxíð í kvikunni bendir til þess að uppruna hennar sér að finna á meira en 9 km dýpi undir Bárðarbungu.
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálfanir um helgina og í dag (24-Nóvember-2014) voru með stærðina 5,1 og 5,4. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu minnkar eftir að mjög stórir jarðskjálftar eiga sér stað, virknin eykst síðan aftur hægt og rólega fram að næsta stóra jarðskjálfta, ég veit ekki afhverju þetta gerist. Nýjar rannsóknir á Bárðarbungu benda til þess að kvikukerfið inn í eldstöðinni sé mun flóknara en áður var haldið. Það eru einnig vísbendingar um það að jarðskorpan í öskju Bárðarbungu sé mun þynnri heldur en áður var talið. Ég veit ekki hvað það þýðir varðandi þá virkni sem er í Bárðarbungu núna. Það er ekki að sjá neinar stórar breytingar í GPS gögnum sem eru að koma frá mælum í kringum Bárðarbungu. Að öðru leiti veit ég ekki um neitt annað varðandi stöðuna í Bárðarbungu.
Nýtt myndband af eldgosinu í Holuhrauni