Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 21-Nóvember-2014

Þetta er stutt yfirlit um stöðu mála.

Það hafa ekki neinar stórar breytingar að eiga sér stað í Holuhrauni. Það er hugsanlegt að það hafi hrunið úr gígnum í Holuhrauni miðað við það sem sést núna á vefmyndavélum Mílu, það er hinsvegar ekki staðfest eins og er. Annar möguleiki er á því að eldgosið í Holuhrauni hafi aukist síðustu klukkutímana, það er heldur ekki staðfest eins og er. Hraunstrókar hafa sést við norðurenda gígsins í kvöld á vefmyndavélum. Hraunáin virðist hafa breytt um stefnu eins og er.

141121_2320
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu 48 klukkutímana þá hafa verið 63 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 átt sér stað í Bárðarbungu. Á sama tíma virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í kvikuganginum sem núna gýs úr í Holuhrauni. Það hefur ekki orðið nein breyting samkvæmt GPS mælingum sem bendir til þess að ekki hefur dregið úr því kvikumagni sem núna flæðir inn í kvikuganginn. Engar aðrar breytingar hafa verið tilkynntar í dag eftir því sem ég kemst næst. Eldgosið sést mjög vel núna á vefmyndavélum Mílu (Vefmyndavél 1, Vefmyndavél 2).