Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Um klukkan 17:00 í dag (01. Apríl 2025) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,3. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu ekki vegna spennubreytinga á svæðinu í jarðskorpunni. Þetta er möguleiki en það er óljóst hvað er að gerast þarna núna.

Fjöldi grænna stjarna og síðan fjöldinn allur af rauðum punktum sem sýna litla jarðskjálfta.
Mikil jarðskjálftavirkni við Reykjanestá og í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef að jarðskjálftarnir við Reykjanestá eru ekki gikkskjálftar eða jarðskjálftar sem tengjast spennubreytingum. Þá er möguleiki á því að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni og það gæti endað í eldgosi. Ef það gýs út í sjó, þá verður það sprengigos. Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort er en næstu klukkutímar ættu að segja hvort er. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi og aðstæður geta breyst hratt og án viðvörunnar.

Eldgos í Svartsengi, Sundhnúkagígaröðinni

Í morgun um klukkan 06:30 þá hófst kvikuinnskot í Svartengi með mjög kröftugri jarðskjálftahrinu. Eldgos hófst um klukkan 09:50. Eldgosið er ennþá á syðri hluta sprungunnar miðað við eldgosið sem varð þann 21. Nóvember 2024. Kvikugangur hefur myndast og er um 11 km langur. Þessi kvikugangur gæti lengst og er mögulega ennþá að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar á Reykjanesskaga vegna kvikuinnskots og eldgoss í eldstöðinni Svartsengi. Þarna eru einnig grænar stjörnur sem sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3 að stærð.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Plott sem sýnir þéttleika og fjölda jarðskjálfta. Það verður snögg aukning rétt eftir klukkan 06:00 í jarðskjálftum þegar kvikuinnskotið hefst.
Plott sem sýnir þéttleika jarðskjálftahrinunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Gróðurhús og síðan eldgosið þar fyrir aftan rétt fyrir norðan Grindavík.
Eldgosið fyrir norðan við Grindavík. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Staða mála er ennþá að þróast og getur breyst snögglega. Ég mun setja inn uppfærslur eftir þörfum og ef eitthvað mikið gerist.