Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Um helgina varð kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var mjög langt út á Reykjaneshrygg eða rúmlega 1000 km frá Íslandi. Það er ekki víst hvað er að gerast á þessu svæði. Þetta gæti verið eldgos eða bara jarðskjálftahrina eins og þær verða oft á þessu svæði. Stærðir þeirra jarðskjálfta sem mældust voru þessar. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 5,5 (EMSC upplýsingar er að finna hérna), næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 5,4 (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Minnsti jarðskjálftinn sem mældist hafði stærðina 4,6 (EMSC upplýsingar er að finna hérna).

Vegna fjarlægðar frá Íslandi er ekki hægt að vita hvað er að gerast þarna. Sjávardýpi á þessu svæði er í kringum 2 til 3 km, og hugsanlega dýpra í mjög djúpum dölum sem þarna eru á sjávarbotni.