Staðan í Bárðarbungu þann 13-Október-2014

Eldgosið í Holuhrauni og jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er með svipuðum hætti og undanfarið. Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil. Stærstu jarðskjálftarnir ná stærðinni 5,2 og stundum verða stærri jarðskjálftar í Bárðarbungu. Samkvæmt fréttum þá er ekki að sjá að farið sé að draga úr eldgosinu í Holuhrauni, hraunið sem þarna er komið stækkar stöðugt og er núna orðið stærra en 54 ferkílómetrar að flatarmáli.

141014_0000
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aukning í jarðskjálftavirkni síðasta sólarhringinn í kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuinnskotinu, allvegana tímabundið, þar sem þrýstingur virðist falla með reglulega. Það er einnig aukning í jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli, helsta hugmyndin varðandi þá virkni er sú að eldstöðin sé að bregðast við spennubreytingum vegna Bárðarbungu með þessum hætti. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Tungafellsjökli. Hinsvegar þar sem ekkert eldgos hefur átt sér stað þarna á sögulegum tíma er mjög erfitt að segja til um það hvað gerist í Tungafellsjökli í kjölfarið á þessum atburðum.

Það er ennþá mikil hætta á eldgosi undir jökli, eins og hefur verið að gerast í litlum mæli síðan Bárðarbunga fór að gjósa þann 23-Ágústu-2014. Það er þó mikil hætta á að stórt eldgos hefjist undir jökli með tilheyrandi jökulflóði og öskufalli. Það mun þó ekki þýða að eldgosið í Holuhrauni hætti, þar sem það getur gosið á báðum stöðum á sama tíma eins og þetta lítur út núna. Það er ekki að sjá nein merki þess að farið sé að draga úr virkninni í Bárðarbungu og óvíst því hvenær það fer að sjá fyrir endann á núverandi virkni og eldgosum.