Það hafa ekki orðið miklar breytingar á virkninni í Bárðarbungu síðan í gær (13-Október-2014). Eldgosið er með svipuðum hætti eins og sjá mátti í tíu fréttum Rúv í kvöld og ekki neinar stórar breytingar að sjá þar á eldgosinu.
Jarðskjálftar í Bárðarbungu í þann 14-Október-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftar dagsins voru með stærðina 4,8 og síðan voru einnig nokkrir 4,7 jarðskjálftar að auki. Aðrir jarðskjálftar voru minni. Óróinn í kringum Bárðarbungu hefur verið óstöðugur og það bendir til þess að líklega séu eldgos að eiga sér undir jökli, ef það er ekki raunin, þá er ljóst að eitthvað er að gerast undir jökli núna. Þó ekki sé ljóst hvað það sé á þessari stundu.