Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Síðan í gær (27-Apríl-2015) hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þessi jarðskjálftahrina náði hámarki í nótt og það komu fram rúmlega 64 jarðskjálftar í þessari hrinu. Það er ekki ljóst eins og er hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

150428_1605
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,8 og 2,9. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var í kringum 13 km og það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í eldstöð sem er á þessu svæði. Þessi jarðskjálftahrina virðist eingöngu eiga sér stað vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög algengar.

Grein uppfærð klukkan 16:12.