Áframhald á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Þann 28 og 29 September 2017 varð jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa orðið eru mjög litlir að stærð. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,5 og þann 29 September varð jarðskjálfti með stærðina 2,0 en ekki er búið að fara yfir þann jarðskjálfta og því er hugsanlegt að stærð jarðskjálftans sé röng en eingöngu sjálfgefið dýpi er sýnt (1,1km) á vef Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að vita hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir í tilfelli Öræfajökuls ef þessi virkni þýðir eitthvað til að byrja með. Það er möguleiki á því að þetta sé hluti af hefðbundinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli sem síðan hættir bara af sjálfu sér. Ástæða þess að erfitt er að vita hvað er að gerast í Öræfajökli er vegna þess að síðast varð eldgos þarna árið 1728 og síðan hafa bara verið góðar jarðskjálftamælingar á svæðinu í nokkur ár. Núverandi jarðskjálftavirkni er aðeins fyrir ofan hefðbundna bakgrunnsvirkni í Öræfajökli.