Upplýsingar hérna munu verða úreltar á mjög skömmum tíma.
Þegar þetta er skrifað hafa orðið 1615 jarðskjálftar austan Grímseyjar. Það er ekki ennþá orðið ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað þarna á Tjörnesbrotabeltinu. Það sem er ekki vitað er hvort að hérna sé um að ræða jarðskjálfta sem eiga uppruna sinn í flekahreyfingum eða kvikuhreyfingum.
Jarðskjálftahrinan austan Grímseyjar á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er mjög þétt og mikil jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálfti frá miðnætti var með stærðina 3,7 en síðustu 48 klukkutíma hafa orðið 27 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 austan Grímseyjar. Jarðskjálftahrinan á sér stað í eldstöð sem heitir Nafir (það er engar GVP upplýsingar) og það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos þarna síðustu 12.000 árin svo að ég viti til (ég gæti haft rangt fyrir mér). Það er óljóst á þessari stundu hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Það eru á þessari stundu engin augljós merki um kvikurhreyfingu á þessu svæði. Samkvæmt grein frá ÍSOR þá bendir jarðskjálftahrinan til þess að upptökin sé að finna í kvikuhreyfingum á þessu svæði. Ef að þarna eru kvikuhreyfingar á ferðinni þá er ekki ljóst hvort að það muni enda í eldgosi samkvæmt skoðun ÍSOR.
Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.
Það mun gjósa þarna mjög bráðlega í afli sem ekki hefur þekkst í mannkynssögunni. Guð blessi Ísland.
Þarna getur vissulega orðið eldgos. Það yrði líklega aldrei neitt rosalega stórt eldgos og vel innan þeirrar stærðar sem hefur sést í skráðri sögu eldgosa í heiminum og Íslands.