Jarðskjálftahrina um 42 km norður af Kolbeinsey

Aðfaranótt 3-September-2020 varð jarðskjálftahrina rúmlega 42 km til 50 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem mældust ekki nákvæmar hvorki að stærð eða staðsetningu.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hugsanlega bara venjuleg jarðskjálftavirkni á þessu svæði en vegna fjarlægðar frá ströndinni og það að þetta svæði er allt undir sjó þá er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað er að gerast þarna.