Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (3-September-2020) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en það komu einnig í kjölfarið nokkrir minni jarðskjálftar. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu allt sumarið 2020 og það er ekki að sjá neina breytingu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni í dag í Kötlu. Síðan klukkan 15:53 hefur allt verið rólegt í Kötlu. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.