Kröftug jarðskjálftahrina langt norður af Íslandi

Ég vona að allir hafi haft góð jól og áramót þrátt fyrir erfða stöðu mála á Íslandi og í heiminum.

Samkvæmt sérfræðingum sem voru í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan þá er goshléið sem er núna á Íslandi það lengsta í 60 ár. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þetta goshlé endar.

Í dag (04-Janúar-2021) varð kröftug jarðskjálftahrina langt norður af Íslandi. Samkvæmt mælingum EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta Mb4,7 (upplýsingar um jarðskjálftann er að finna hérna). Veðurstofa Íslands mældi stærð jarðskjálftans sem Mw3,6. Nokkrir aðrir jarðskjálftar mældust með stærðina Mw2,5 til Mw3,0 en nákvæma stærð er ekki hægt að segja til um vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands og öðrum mælanetum.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans langt norður of Íslandi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er smá óvissa í staðsetningu vegna fjarlægðar frá mælanetum. Ég vegna ekki hvort að þarna varða frekari jarðskjálftavirkni en vegna fjarlægðar þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir á mælanetum Veðurstofu Íslands og öðrum mælanetum.