Undanfarið hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi. Það er svo rólegt að jarðskjálftar mælast stundum ekki klukkutímum saman á mælaneti Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki hversu lengi þessi rólegheit munu vara í jarðskjálftum á Íslandi. Það er hefur hinsvegar verið mjög rólegt á Íslandi allt árið 2013, en það er óvíst hversu lengi það mun vara. Þessi rólegu tímabil gerast oft á Atlantshafshryggnum, ég veit hinsvegar ekki afhverju þetta gerist og hversu lengi þessi rólegheit munu vara. Síðan hefur verið stormasamt á Íslandi undanfarið og hefur það dregið úr möguleikum á því að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér oftast stað á Íslandi. Árið 2013 er það rólegasta sem ég man eftir og hef ég verið að fylgjast með jarðskjálftum síðan árið 1994, eða frá því að ég var 14 ára gamall.
Þeir sem vilja styrkja mig er beint á þennan þessa hérna síðu fyrir frekari upplýsingar um hvernig það er hægt. Takk fyrir stuðninginn.