Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í nótt mældist jarðsjálfti rúmlega 240 km norður af Kolbeinsey. Stærð þessa jarðskjálfta var 4,1 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands og því er líklegt að þær muni breytast þegar farið verður yfir þær.

131210_0940
Jarðskjálftinn norðan Kolbeinseyjar er þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna fjarlægðar frá landi þá veit ég ekki hvað er að gerast þarna. Sjávardýpi er einnig mikið á þessu svæði. Það er mögulegt að þetta sé jarðskjálftahrina áður en að eldgos muni sér stað á norðan Kolbeinseyjar. Eins og stendur er hinsvegar ekki hægt að staðfesta það vegna fjarlægðar frá landi og mikils sjávardýpis á þessu svæði.