Í dag (21-Ágúst-2022) klukkan 15:28 og 15:27, þá urðu tveir kröftugir jarðskjálftar mjög djúpt á Reykjaneshrygg með fjarlægðina 531 km frá Reykjavík. Minni jarðskjálftinn var með stærðina mb4,7 (Upplýsingar EMSC) og stærri jarðskjálftinn var með stærðina Mw5,1 (EMSC upplýsingar). Klukkan 16:32 varð jarðskjálfti með stærðina mb4,4 (EMSC upplýsingar).
Það er möguleiki að þarna sé eldgos að byrja. Það er ekki að fylgjast með þessu vegna fjarlægðar og dýpi sjávar á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá verður ekki hægt að fylgast með því. Dýpi sjávar á þessu svæði er frá 2,5 til 8 km (dýpstu svæðin).
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með þessum upplýsingum eða með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn