Aukning í stærri jarðskjálftum í eldstöðinni Kötlu (ekkert eldgos á leiðinni núna)

Það er ekki víst að þetta sé eitthvað þegar ég skrifa þessa grein. Þar sem það er mjög lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu núna, langt fyrir neðan bakgrunnsvirkni sem er í Kötlu. Yfir síðustu mánuði, þá hef ég orðið var við þá breytingu í jarðskjálftavirkni að stærri jarðskjálftar eru að koma fram í Kötlu. Það er möguleiki að þetta þýði ekki neitt sérstakt. Hinsvegar hef ég ekki séð þetta áður í eldstöðinni í Kötlu. Þessa stundina er nánast engin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu.

Mýrdalsjökull og askjan merkt með ílöngum hring á korti Veðurstofu Íslands af eldstöðinni Kötlu. Í miðjum hringum er rauður punktur sem er nýjasti jarðskjálftinn í öskju Kötlu. Ásamt bláum punkti við jaðar öskjunnar.
Eldstöðin Katla og fáir jarðskjálftar í dag (3. Febrúar 2023). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (3. Febrúar 2023) var með stærðina Mw2,7. Þetta er það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Það hafa komið fram einn eða tveir svona jarðskjálftar á síðustu mánuðum. Það er möguleiki að þetta gæti verið eðlilegt og ekkert meira muni gerast. Þessa stundina er hinsvegar vonlaust að vita hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.