Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Þann 13-Ágúst-2014 varð minniháttar jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu náðu stærðinni 2,5. Dýpi þessara jarðskjálfta var minna en 10 km.

140814_2330
Jarðskjálftahrinan við Hveravelli (bláu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er frekar algeng á Hveravöllum og á því svæði. Jarðskjálftahrinur koma reglulega en þess á milli er rólegt með lítilli til engri virki. Í dag bendir ekkert til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að vænta á Hveravöllum. Ef þarna verður mikil jarðskjálftavirkni þá gætu stærstu jarðskjálftarnir náð stærðinni 5,0.