Óstaðfest eldgos í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Alla síðustu viku (viku 33) þá hefur minniháttar jarðskjálftahrina átt sér stað í Bárðarbungu. Alla vikuna hefur þessi jarðskjálftahrina verið í gangi en hefur verið frekar lítil og enginn stór jarðskjálfti átt sér stað. Í nótt um klukkan 02:20 hófst órói í Bárðarbungu, um klukkan 03:30 hófst síðan jarðskjálftahrinan sem stendur ennþá. Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærð í kringum 3,0. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 5 til 10 km. Síðustu klukkutíma hefur jarðskjálftahrinan færst til í Bárðarbungu og er núna austar en jarðskjálftahrinan sem hefur varað alla vikuna. Samkvæmt fréttum Rúv þá er jökulinn á þessu svæði í kringum 700 metra þykkur, þannig að það mun þurfa stórt eldgos til þess að það komist upp úr jöklum sem þarna er til staðar. Þetta þýðir einnig að mikil hætta er á flóði í jökulám á þessu svæði vegna þessar virkni.

140816.040416.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í nótt sem kom fram á jarðskjálftamælinum mínum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Óróinn í Báðarbungu á Dyngjuhálsi. Þessi SIL stöð er næst upptökum óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.12.02.utc
Óróinn í Bárðarbungu á Vonaskarð SIL stöðinni. Þessi SIL stöð er önnur næsta SIL stöðin við upptök óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er þessi óróavirkni í Bárðarbungu ekki alveg stöðug og það eru minniháttar sveiflur sem eru að eiga sér stað. Fyrir utan þessa litlu sveiflur þá virðist virkin vera mjög stöðug. Miðað við óróann sem er að koma fram og hversu langt hann nær þá virðist þetta ekki vera stórt atburður (óstaðfest eldgos), en það gæti breyst án fyrirvara. Ég býst við stórum jarðskjálfta áður en stórt eldgos hæfist í Bárðarbungu. Það sem virðist hafa gerst er að kvikuinnskot komst upp á yfirborðið og við það hófst lítið eldgos sem er ennþá í gangi.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Staða mála gæti breyst án fyrirvara og snögglega.