Stutt yfirlit um virknina í Bárðarbungu klukkan 18:30

Þetta er stutt yfirlit yfir virknina í Bárðarbungu.

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Bárðarbungu og einnig hefur staðan verið breytt yfir í gult. Það eru sveiflur í jarðskjálftavirkninni, sem er hefðbundið fyrir eldstöð að þessari gerð. Þar sem jarðskjálftahrinur eru aldrei samfelldar í svona eldstöðvum. Það er einnig stormur á þessu svæði og það dregur úr næmni SIL kerfisins sem þarna.

140816_1705
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst hafa náð stærðinni 3,1 og 3,5. Það er einnig möguleiki á að fleiri jarðskjálftar með stærðina hafi komið fram, en sjást ekki á sjálfvirka kortinu. Ef einhverjar slíkir jarðskjálftar eru þarna, þá koma þeir fram þegar farið verður yfir þá jarðskjálfta sem komið hafa fram af jarðfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

140816_1710_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.17.12.utc
Óróinn eins og hann sést á Dyngjuháls SIL stöðinni. Óróinn hefur minnkað síðustu klukkutíma eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.17.12.utc
Órínn eins og hann sést á Vonaskarð SIL stöðinni. Hérna sést vel að óróinn hefur minnkað síðustu klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

hus.svd.16.08.2014.17.13.utc
Óróinn eins og hann sést á Húsbóndi SIL stöðinni. Eins og á SIL stöðvunum fyrir sem eru hérna fyrir ofan, þá er óróinn einnig minnkandi hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu klukkutíma hefur óróinn sem mælst hefur á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu verið að lækka. Þessum minni óróa hefur ekki fylgt minni jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það er staðan þegar þetta er skrifað. Stöðug jarðskjálftavirkni þýðir að kvika er ennþá á ferðinni í Bárðarbungu og hefur ekki ennþá fundið sér leið upp á yfirborðið, fyrir utan mögulegt smágos sem hófst í nótt í Bárðarbugu en virðist núna vera að ljúka undir mjög þykkum jöklinum. Ef að óróinn hættir án þess að jarðskjálftavirknin hættir þá þýðir að kvikan er ennþá að leita sér að leið upp á yfirborðið. Þegar kvikan hefur fundið sér leið upp á yfirborðið og eldgos hefst þá mun næstum því öll jarðskjálftavirkni hætta í Bárðarbungu. Hvar og hvenær slíkt mun gerast er ekki hægt að segja til um eins og er.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem frekari upplýsingar liggja fyrir.