Áhugaverð virkni í Hamrinum (Bárðarbunga) og Tungnafellsjökli

Í gær (11-September-2015) átti sér stað áhugaverð virkin í Hamrinum (sjá undir Bárðarbunga). Hamarinn er eldstöð sem er innan sprungusveims Bárðarbungu. Hamarinn er hugsanlega tengdur eldstöðinni Bárðarbungu en sönnunargöng fyrir því eru mjög veik. Þó benda söguleg gögn til þess að oft gjósi í Hamrinum á svipuðum tíma og í Bárðarbungu. Annað slíkt dæmi er eldstöðin Þórðarhyrna í sprungusvarmi Grímsfjalls.

Sú jarðskjálftahrina sem hófst í Hamrinum byrjaði með litlum jarðskjálfta á 22,3 km dýpi. Nokkrir grunnir jarðskjálftar áttu sér stað á undan þessum jarðskjálfta, en þeir tengjast líklega breytingum í jarðhitakerfi Hamarsins á undan jarðskjálftanum. Þessi staki jarðskjálfti kom af stað hrinu jarðskjálfta á minna dýpi, það bendir til þess að þrýstingur inní eldstöðinni sé orðinn hár, hversu hár er ómögulegt að segja til um, það er einnig ekki hægt að segja til um það hversu nálægt eldgosi eldstöðin er. Miðað við þær vísbendingar sem ég er að sjá núna, þá er útlitið ekki gott að mínu mati. Síðast varð lítið eldgos í Hamrinum í Júlí-2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna, hérna og hérna.

150911_2215
Það svæði sem er núna virkt í Hamrinum. Jökulinn á þessu svæði er í kringum 300 til 400 metra þykkur. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.11.09.2015.at.22.48.utc
Þeir jarðskjálftar sem eiga sér stað í Hamrinum eru lágtíðni jarðskjálftar (grænir og rauðir toppar). Einnig sést óróatoppur á græna bandinu, ég veit ekki afhverju sá órói varð en hann virðist ekki koma fram á bláa og rauða bandinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.11.09.2015.at.22.49.utc
Óróatoppurinn sést ekki á SIL stöðinni í Skrokköldu. Ég er ekki viss um afhverju það er. Jarðskjálftavirkni sést mjög vel. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Virkni í Tungnafellsjökli

Það hefur einnig verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. í gær (11-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftahrinan hófst á jarðskjálfta á 12,3 km dýpi og varð öll á svipuðu dýpi í kjölfarið. Þetta bendir til þess að kvikuinnskot hafi átt sér stað í dag á þessu svæði. Hvenær slíkt gæti er ekki hægt að spá fyrir um. Það er einnig hugsanlegt að kvika sér á minna dýpi nú þegar vegna þeirrar virkni sem átti sér stað í kringum eldgosið í Bárðarbungu.

150911_2215
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Tungnafellsjökull er fyrir norðan Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 1,9. Þetta var einnig grynnsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar yfirborðsbreytingar í Tungnafellsjökli eftir því sem ég kemst næst. Það verða ekkert alltaf yfirborðsbreytingar í eldstöðvum (hverir og jarðhiti) áður en eldgos hefst.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (10-September-2015) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni.

150911_2045
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur á Reykjaneshrygg hefjast stundum rólega. Það er því hætta á að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni fljótlega.

Yfirlit yfir litlar jarðskjálftahrinur á Íslandi

Síðustu daga hafa verið litlar jarðskjálftahrinur á nokkrum stöðum á Íslandi. Enginn af þessum jarðskjálftahrinum hefur verið stór og enginn jarðskjálfti hefur farið yfir stærðina 3,0.

150905_2125
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu, Bárðarbungu og Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað síðustu daga hafa orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni hefur verið stöðug í eldstöðinni síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu, enginn jarðskjálftana sem varð þar náði stærðinni 2,0. Mesta dýpi jarðskjálfta var 22,8 km. Hugsanlegt er að kvika hafi verið þarna að verki, á þessu svæði er sigdalur. Það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos á þessu svæði. Það þýðir þó ekki að þarna hafi ekki orðið eldgos. Jarðskjálftahrina varð einnig á Reykjanesi og einn jarðskjálfti þar náði stærðinni 2,8. Sú jarðskjálftahrina varð í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Þó lítur út fyrir að þessi jarðskjálftahrina sé tengd virkni í jarðskorpunni heldur en hreyfingum kviku á svæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur einnig verið á svæði milli Torfajökuls og Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað eða hvorri eldstöðinni hún tilheyrir, ég er ekki með jarðfræðikortin mín þannig að ég get ekki gáð að því. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálfthrina sé á jaðri annars hvors þessara eldstöðvakerfa.

Annars hefur verið rólegt á Íslandi síðustu vikur og það eru góðar líkur á því að þessi rólegheit muni vara næstu vikur til mánuði.

Jarðskjálftar nærri Jan Mayen

Í dag (01-September-2015) urðu tveir jarðskjálftar nærri Jan Mayen. Fjarlægðin frá Íslandi er í kringum 360 km. Það er hugsanlega jarðskjálftahrina í gangi á þessu svæði en vegna fjarlægðar frá næsta jarðskjálftamælaneti þá er ólíklegt að hrinan muni mælast. Þessir jarðskjálftar komu ekki fram á NORSAR jarðskjálftamælanetinu.

150901_2105
Jarðskjálftarnir áttu sér stað þar sem grænu stjörnurnar eru. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar voru með stærðina 3,3 og 3,5. Óvíst er með dýpi þar sem að þessir jarðskjálftar eiga sér stað mjög langt frá mælaneti Veðurstofu Íslands. Engir litlir jarðskjálftar mælast á þessu svæði vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum, bæði hjá Íslandi og Noregi. Það er engin byggð í nágrenni við þetta svæði (innan við 100 km).

Jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum

Í dag (25-Ágúst-2015) varð jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum (engin GVP upplýsingasíða). Þetta var bara einn jarðskjálfti, stærð hans var 2,2 og dýpið var 11,1 km. Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum og þarna hafa ekki orðið nein söguleg eldgos.

150825_1405
Jarðskjálftinn í Kerlingafjöllum. Kerlingafjöll eru staðsett suð-vestur af Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum, svo sjaldgæfir að þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé þar síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum. Þarna urðu ekki neinir jarðskjálftar þegar stóru jarðskjálftarnir áttu sér stað árið 2000/2008 á suðurlandsbrotabeltinu með tilheyrandi spennubreytingum á stóru svæði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé í Kerlingafjöllum síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum eins og ég geri í dag. Ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftum á þann hátt sem ég geri í dag síðustu níu ár. Á þessum síðustu níu árum hefur SIL stöðvum verið fjölgað á svæðinu sem gerir mælanetið næmara fyrir smærri jarðskjálftum á stærra svæði og í kringum Hofsjökul.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (17-Ágúst-2015) mældust djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur sést áður í sumar og hefur verið í gangi í nokkur ár núna. Ástæðan fyrir þessum djúpu jarðskjálftum í Kötlu er sú að kvika er á ferðinni í kvikuhólfi eldstöðvarinnar á miklu dýpi.

150817_2320
Jarðskjálftar í Kötlu, jarðskjálftahrinan er þar sem hnappur jarðskjálfta á sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað var í kringum 27 – 18 km. Það þýðir eins og áður segir að þessir jarðskjálftar áttu upptök sín djúpt inn í kvikuhólfi Kötlu. Enginn önnur virkni hefur mælst í Kötlu í dag. Þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur verið að eiga sér stað í sumar og síðustu ár. Það má búast við því að þessir jarðskjálftar haldi áfram næstu daga til vikur.

Bárðarbunga fyrir einu ári síðan

Í dag er eitt ár liðið síðan atburðarrás hófst í Bárðarbungu sem leiddi til eldgoss í Holuhrauni. Vikuna áður en þessi mikla jarðskjálftavirkni hófst. Ég hafði ætlað mér að skrifa um þá virkni en sú grein hafði tafist hjá mér og varð síðan aldrei skrifuð vegna þess sem síðar gerðist í Báðarbungu. Ég á því miður ekki myndina af þeirri jarðskjálftavirkni sem hafði verið dagana á undan í Bárðarbungu, ég hafði ætlað mér að vista þá mynd en ekkert varð að því hjá mér (þar sem ég finn ekki myndina).

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu þann 16-Ágúst-2014 klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Það var orðið ljóst þann 16-Ágúst-2014 að eitthvað stórt var í aðsigi í Bárðarbungu þegar óróinn var skoðaður, þar sem óróinn var úr öllu valdi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sást á óróanum á nálægum SIL stöðvum að eitthvað mjög stórt væri að fara að gerast í Bárðarbungu.

140818_1440
Eftir því sem tímanum leið, þá fjölgaði grænum stjörnum á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar komið var að 25-Ágúst þá var fjöldi jarðskjálfta í Bárðarbungu talinn í þúsundum og fjöldi jarðskjálfta sem voru stærri en 3,0 talinn í hundruðum.

140825_2015
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu þann 25-Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu átti sér stað þann 26-Ágúst-2014 og var með stærðina 5,7. Þetta var einnig stærsti jarðskjálfti á Íslandi síðan árið 2008.

140827_0100
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu þann 27-Ágúst-2014. Þetta er rétt eftir að jarðskjálfti með stærðina 5,7 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140826.012500.bhrz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140826.012538.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Þegar eldgosið hófst í Holuhrauni þá dró mjög úr jarðskjálftavirkni í kvikuganginum en jarðskjálftavirkni hélt áfram í sjálfri Bárðarbungu sem var að falla saman vegna eldgossins sem hafði hafist í Holuhrauni. Sú jarðskjálftavirkni sem hélt áfram varð í sjálfri Bárðarbungu og það komu einn til þrír jarðskjálftar með stærðina fimm eða stærri á viku í Bárðarbungu á meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir. Jarðskjálftavirkni hélt fram til loka Febrúar þegar eldgosinu í Holuhrauni lauk.

Undanfarinn að eldgosinu í Bárðarbungu

Það er mjög erfitt að vita og þekkja undanfara eldgosa í eldstöðvum fyrirfram. Sérstaklega ef um er að ræða eldstöð sem hefur ekki gosið í mjög langan tíma. Ein af þeim fáu vísbendingum sem vísindamenn höfðu um það hvert væri að stefna var þessi hérna, jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Þetta var í raun álitin hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, þar sem svona jarðskjálftar áttu sér stað með reglulegu millibili. Þessi jarðskjálftavirkni var góð vísbending þess efnis um að Bárðarbunga mundi gjósa fljótlega.

140516_2125
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þann 16-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt við bestu aðstæður að vita hvort að eldstöð sé að fara að gjósa eða ekki. Sérstaklega ef gögn vantar eða ef eldstöðin hefur ekki bært lengi á sér. Ferlið sem veldur því að eldstöð gýs er ekki þekkt í dag almennilega, þó svo að mikið sé vitað um hvað er í gangi núna í dag og sú þekking eykst með hverju eldgosi sem skráð er.

Staðan í dag í Bárðarbungu

Þessa stundina er mjög rólegt í Bárðarbungu og hefur verið það síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk fyrir um sex mánuðum síðan. Það er hinsvegar ljóst á eldgosasögu Bárðarbungu að þessari eldgosahrinu er langt frá því að vera lokið. Sú eldgosahrina sem er hafin í Bárðarbungu mun vara næstu 10 til 15 árin miðað við þekkta eldgosasögu. Tími milli eldgosa er allt frá 1 ári og upp í 10 ár. Hljóðlát tímabil í Bárðarbungu geta varað hátt í 100 ár, það hljóðláta tímabil sem endaði árið 2014 varði í 104 ár. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvar næsta eldgos mun verða í Bárðarbungu. Það er hætta á því að næsta eldgos í Bárðarbungu verði jafnstórt og það eldgos sem lauk í Holuhrauni fyrir sex mánuðum síðan.

Róleg vika 32 á Íslandi

Vika 32 hefur verið róleg í jarðskjálftum á Íslandi. Engar jarðskjálftahrinur hafa orðið og þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa allir verið undir stærðinni 3,0.

150809_2235
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheit eru hefðbundin á Íslandi og geta varað í nokkrar vikur í einu, svona rólegheit vara hinsvegar yfirleitt aldrei lengi á Íslandi. Líklegast er að næstu jarðskjálftahrinur verði á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu og á Reykjaneshrygg. Önnur svæði virðast vera róleg á Íslandi.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (01-Ágúst-2015) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina varð langt útaf ströndinni og næstu byggð. Vegna þessa þá sást jarðskjálftahrinan eingöngu á jarðskjálftamælum. Jarðskjálftahrinunni virðist vera lokið núna. Jarðskjálftahrinan gæti þó ennþá verið í gangi en vegna fjarlægðingar þá sjást eingöngu stærstu jarðskjálftarnir á mælum Veðurstofu Íslands.

150802_1405
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3 og voru aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu minni. Það er góður möguleiki á því að þarna sé eldstöð en vegna dýpi sjávar á þessu svæði þá mundi eldgos, ef þarna yrði eitt, ekki sjást á yfirborði sjávar. Dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 1 – 3 km.

Jarðskjálftamælir í Böðvarshólum: Ég hef ræst aftur jarðskjálftamælinn í Böðvarshólum þar sem ég mun ekki flytja aftur til Danmerkur.
Jarðskjálftamælir á Sauðárkróki: Ég mun hugsanlega fara í skóla á Sauðárkróki í Ágúst. Ef að ég kemst inn þá mun ég setja upp tímabundinn jarðskjálftamæli þar á meðan ég verð í skólanum.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna.

Annað: Ég mun ekki flytja aftur til Danmerkur vegna nýlegra lagabreytinga sem hafa átt sér stað innan Danmerkur og Evrópusambandsins. Þessar lagabreytingar gera fólki sem er á örorkubótum mjög erfitt fyrir að flytja á milli landa. Ég mun því taka upp varanlega búsetu á Íslandi að nýju.

Sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Það virðist sem að sumar jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað í Kötlu. Enginn þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað hefur náð stærðinni 2,0.

150728_0015
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi virkni á upptök sín í þeirri bráð sem verður í Mýrdalsjökli yfir sumarið, sem þýðir að jökulinn léttist yfir sumarið og það veldur breytingum í há-hitakerfum sem eru í öskju Kötlu. Það má búast við því að þessi jarðskjálftavirkni muni vara allt fram í Október eða fram að þeim tíma þegar snjóa fer á Íslandi.