Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (16-Ágúst-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Það urðu bæði jarðskjálftar fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann.

160819_1710
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,5 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá á þessari jarðskjálftavirkni að þetta sé tengt kvikuhreyfingum beint. Það er hugsanlegt að gas frá kviku hafi verið að brjóta skorpuna þar sem jarðskjálftavirknin átti sér stað. Enda hafa komið fram vísbendingar í sumar um að jarðhiti sé hugsanlega að aukast í öskju Kötlu tímabundið. Það er hugsanlegt að jarðhitinn muni minnka aftur á næstu mánuðum. Eldgos í Kötlu verða oftast á tímabilinu Júlí til Nóvember en eldgos utan þessara mánaða eru einnig þekkt og verða með nokkur hundruð ára millibili.

160819.155916.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, nánari upplýsingar eru í tengli hérna að ofan.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (23-Júní-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Enginn af þeim jarðskjálftum sem varð var stór, dýpi nokkura af þessum jarðskjálftum var mikið. Mesta dýpið sem mældist var 28 km, á þessu dýpi er það kvika sem veldur jarðskjálftum.

160623_1415
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur áhugaverð virkni kom einnig fram í sunnanveðrum öskjubarminum í Kötlu. Þar virðist hafa komið upp kvikuinnskot í kjölfarið á litlu eldgosi sem varð þarna í Júlí-2011 (mitt mat, vísindamenn eru ennþá ósammála). Þetta kvikuinnskot er staðsett svo til beint norður af Vík í Mýrdal. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvernig þetta kvikuinnskot mun þróast eða hvort að eldgosahætta stafi af því. Það er hætta á eldgosi þarna ef kvikuþrýstingur eykst í þessu kvikuinnskoti, en það þarf ekki að gerast. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (22-September-2015) var jarðskjálftavirkni í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 og var á dýpinu 0,1 km. Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru lágtíðini jarðskjálftar eftir því sem mér sýndist á jarðskjálftamælunum mínum í lágri upplausn. Aðrir jarðskjálftar voru minni í þessari jarðskjálftahrinu.

150922_2015
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu viku varð jarðskjálftahrina í Kötlu á dýpinu 15 – 24 km (í kringum það). Ég skrifaði ekki um þá jarðskjálftahrinu en ég fylgist með, en þessi jarðskjálftavirkni þróaðist ekki útí neitt áhugavert eða hættulegt. Þess vegna skrifaði ég ekki um þessa jarðskjálftahrinu þá. Ég veit ekki hvort að þessir atburðir eru tengdir. Hugsanlegt er að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í breytingum á jarðhitakerfi Kötlu, einnig er hugsanlegt að um sér að ræða hefðbundna virkni í eldstöðinni. Eins og staðan er núna þá er ekki að sjá neinar breytingar í Kötlu.

Yfirlit yfir litlar jarðskjálftahrinur á Íslandi

Síðustu daga hafa verið litlar jarðskjálftahrinur á nokkrum stöðum á Íslandi. Enginn af þessum jarðskjálftahrinum hefur verið stór og enginn jarðskjálfti hefur farið yfir stærðina 3,0.

150905_2125
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu, Bárðarbungu og Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað síðustu daga hafa orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni hefur verið stöðug í eldstöðinni síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu, enginn jarðskjálftana sem varð þar náði stærðinni 2,0. Mesta dýpi jarðskjálfta var 22,8 km. Hugsanlegt er að kvika hafi verið þarna að verki, á þessu svæði er sigdalur. Það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos á þessu svæði. Það þýðir þó ekki að þarna hafi ekki orðið eldgos. Jarðskjálftahrina varð einnig á Reykjanesi og einn jarðskjálfti þar náði stærðinni 2,8. Sú jarðskjálftahrina varð í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Þó lítur út fyrir að þessi jarðskjálftahrina sé tengd virkni í jarðskorpunni heldur en hreyfingum kviku á svæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur einnig verið á svæði milli Torfajökuls og Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað eða hvorri eldstöðinni hún tilheyrir, ég er ekki með jarðfræðikortin mín þannig að ég get ekki gáð að því. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálfthrina sé á jaðri annars hvors þessara eldstöðvakerfa.

Annars hefur verið rólegt á Íslandi síðustu vikur og það eru góðar líkur á því að þessi rólegheit muni vara næstu vikur til mánuði.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (17-Ágúst-2015) mældust djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur sést áður í sumar og hefur verið í gangi í nokkur ár núna. Ástæðan fyrir þessum djúpu jarðskjálftum í Kötlu er sú að kvika er á ferðinni í kvikuhólfi eldstöðvarinnar á miklu dýpi.

150817_2320
Jarðskjálftar í Kötlu, jarðskjálftahrinan er þar sem hnappur jarðskjálfta á sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað var í kringum 27 – 18 km. Það þýðir eins og áður segir að þessir jarðskjálftar áttu upptök sín djúpt inn í kvikuhólfi Kötlu. Enginn önnur virkni hefur mælst í Kötlu í dag. Þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur verið að eiga sér stað í sumar og síðustu ár. Það má búast við því að þessir jarðskjálftar haldi áfram næstu daga til vikur.

Sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Það virðist sem að sumar jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað í Kötlu. Enginn þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað hefur náð stærðinni 2,0.

150728_0015
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi virkni á upptök sín í þeirri bráð sem verður í Mýrdalsjökli yfir sumarið, sem þýðir að jökulinn léttist yfir sumarið og það veldur breytingum í há-hitakerfum sem eru í öskju Kötlu. Það má búast við því að þessi jarðskjálftavirkni muni vara allt fram í Október eða fram að þeim tíma þegar snjóa fer á Íslandi.

Ný jarðskjálftahrina af djúpum jarðskjálftum í Kötlu

Í morgun (20-Maí-2015) urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Jarðskjálftavirknin sem þarna átti sér stað bendir til þess að kvika hafi verið á ferðinni á mjög miklu dýpi.

150520_1900
Jarðskjálftahrinan í Kötlu er á stað mjög nærri þeim stað þar sem eldgosið 1918 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með dýpið 28,9 km. Minnsta dýpi sem mældist var 17,3 km. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem býr til jarðskjálfta. Á Íslandi er ekki mikið um jarðskjálfta vegna spennubreytinga í á þessu dýpi sem eiga ekki upptök sín kvikuhreyfingum. Slíkir jarðskjálftar gerast en eru mjög sjaldgæfir. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessir jarðskjálftar boði breytingar á eldstöðinni. Það er engin leið að staðfesta að svo sé í raun. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni hefjast í Kötlu á næstu dögum. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Nýtt kvikuinnskot í Kötlu

Í gær (01-Maí-2015) átti sér stað lítið kvikuinnskot í eldstöðinni Kötlu. Þetta kvikuinnskot hafði dýpið 26,9 km til 18,5 km. Stærstu jarðskjálftarnir sem fylgdu þessi kvikuinnskoti höfðu stærðina 2,0.

150501_1820
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar miðað við fyrri hegðun eldfjallsins þá er ljóst að þetta er þróun í Kötlu sem þarf að fylgjast með. Það er möguleiki á því að þessi virkni hætti en það er engin leið til þess að vita það fyrir víst. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist.

Athugun með Grímsvötn

Ég hef tekið eftir því að jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast undanfarið í Grímsvötnum. Það bendir til þess að eldstöðin sé að verða tilbúin fyrir næsta eldgos. Síðustu eldgos í Grímsvötnum voru árin 2011, 2004, 1998 …osfrv. Það er ekki hægt að vita hvenær eða hversu stórt næsta eldgos verður í Grímsvötnum.

Djúpir jarðskjálftar mælast í Kötlu

Í gær (23-Apríl-2015) mældust djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Eins og stendur þá hafa eingöngu sex jarðskjálftar mælst. Mesta dýpi sem mældist var 26,6 km og stærsti jarðskjálftinn sem komu fram voru með stærðina 2,2.

150424_1245
Jarðskjálftarnir í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni á þessu dýpi er sjaldnast vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Á þessu dýpi er oftar um að ræða kvikuhreyfingar eða þrýstibreytingar á kvikunni sem er á þessu dýpi. Það er vonlaust að vita nákvæmlega hvað er að gerast í Kötlu á þessari stundu. Það mældust ekki neinn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftum og á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að virkin sé að fara að aukast í Kötlu.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (21-Febrúar-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálfti var grunnur og var með stærðina 3,3. Þessi jarðskjálfti átti sér stað þar sem varð lítið eldgos árið 1999.

150221_2245
Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Græna stjarnan er staðsetning jarðskjálftans með stærðina 3,3. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur jarðskjálftahrina átti sér einnig stað í Kötlu í austur hluta öskjunnar. Sú jarðskjálftahrina átti sér stað ekki langt frá þeim stað þar sem lítið eldgos varð í Júlí-2011. Flestir af þeim jarðskjálftum sem átti sér stað þarna voru á miklu dýpi. Jarðskjálftinn sem varð á mestu dýpi hafði dýpið 19,9 km. Á þessu dýpi verða jarðskjálftar vegna breytinga á þrýstingi kviku eða vegna þess að lítið kvikuinnskot hefur átt sér stað í kvikuhólfi Kötlu. Enginn órói mældist í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess eitthvað sé að fara að gerast í Kötlu.