Í dag (22-September-2015) var jarðskjálftavirkni í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 og var á dýpinu 0,1 km. Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru lágtíðini jarðskjálftar eftir því sem mér sýndist á jarðskjálftamælunum mínum í lágri upplausn. Aðrir jarðskjálftar voru minni í þessari jarðskjálftahrinu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Í síðustu viku varð jarðskjálftahrina í Kötlu á dýpinu 15 – 24 km (í kringum það). Ég skrifaði ekki um þá jarðskjálftahrinu en ég fylgist með, en þessi jarðskjálftavirkni þróaðist ekki útí neitt áhugavert eða hættulegt. Þess vegna skrifaði ég ekki um þessa jarðskjálftahrinu þá. Ég veit ekki hvort að þessir atburðir eru tengdir. Hugsanlegt er að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í breytingum á jarðhitakerfi Kötlu, einnig er hugsanlegt að um sér að ræða hefðbundna virkni í eldstöðinni. Eins og staðan er núna þá er ekki að sjá neinar breytingar í Kötlu.