Staðan á eldgosinu klukkan 15:57

Þetta er stutt uppfærsla á stöðu mála í eldgosinu. Athugið að ég er ekki jarðfræðingur, heldur er ég eingöngu áhugamaður um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi.

  • Norðurendi eldgossins er á stað þar sem ekki hefur gosið áður svo þekkt sé.
  • Eldgosið hófst klukkan 03:00 – 04:45.
  • Samkvæmt fréttum þá er eldgosið álíka stórt og stærstu eldgosin í Kröflueldunum.
  • Stærsti jarðskjáfltinn í dag var með stærðina 5,1 og átti jarðskjálftinn sér stað í norður-austur hluta öskjunnar í Bárðarbungu.
  • Það er mjög vont veður á svæðinu þessa stundina og því sést mjög lítið til eldstöðvanna.
  • Eldgosasprungan er í kringum 2 km að lengd. Eldgosið er á sama stað og gaus þann 29-Ágúst-2014.
  • Það er hætta á því að nýjar gossprungur opnist á því svæði sem gýs núna á og það er einnig hætta á því að nýjar gossprungur opnist undir jöklinum.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka á næstunni.
  • Hraun er búið að renna yfir 3 til 5 km svæði. Nýja hraunið er að renna yfir hraun sem rann þarna árið 1797 í eldgosi á sama stað.
  • Eins og stendur er enginn hætta á öskugosi. Þar sem þetta er Hawaian eldgos og það þýðir eingöngu hraungos.

Hægt er að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum mílu hérna (Bárðarbunga) og hérna (Bárðarbunga 2).

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 00:15

Þessar upplýsingar munu verða úreldar mjög fljótt.

Staðan í Öskju

Staðan í Öskju miðað við þær upplýsingar sem ég hef núna.

  • Kvikuinnskotið frá Bárðarbungu heldur áfram leið sinni inn í Öskju. Frá því í gær virðist það ekki hafa færst mikið samkvæmt síðustu upplýsingum sem ég hef (frá því í gær).
  • Jarðskjálftavirkni er að aukast í Bárðarbungu. Þetta er vegna kvikuinnskotsins frá Bárðarbungu.
  • Staða Öskju er ennþá á gulu stigi.

Staðan í Bárðarbungu

Staðan í Bárðarbungu miðað við síðustu upplýsingar sem ég hef.

  • Eldgosið er búið í bili. Það varði aðeins í 3 til 4 klukkutíma og var mjög lítið.
  • Það kom eingöngu hraun í þessu eldgosi, það var lítil til engin aska sem kom upp í þessu eldgosi.
  • Eldgosið átti sér stað á sprungu þar sem gaus síðast árið 1797 og myndaði Holuhraun. Eldgosið varð á gígaröð.
  • Gossprungan var 900 metra löng samkvæmt fréttum í dag (29-Ágúst-2014).
  • Jarðskjálftavirkni minnkaði á meðan eldgosið átti sér stað. Síðan að eldgosinu lauk þá hefur jarðskjálftavirkni aukist aftur. Þegar eldgosið náði hátindi sínum þá mældi ég hrinu af jarðskjálftum sem áttu sér stað á þeim stað þar sem eldgosið varð.
  • Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé eldgos í eiga sér stað í eldri gígaröð. Það er hugsanlegt að þetta sé hefðbundið fyrir þetta svæði.
  • Á meðan virknin er eins og hún er í Bárðarbungu, þá er hætta á svona eldgosum án mikils fyrirvara.
  • Stærstu jarðskjálftarnir í dag voru með stærðina 5,2, annar stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,8, þriðji stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,1.
  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa yfir 1100 jarðskjálftar mælst í dag (29-Ágúst-2014) samkvæmt mínum jarðskjálftateljara.
  • Óróinn er á svipuðu stigi og hann hefur verið á síðan 16-Ágúst-2014.

Greining á eldgosinu

Eldgosið byrjaði um klukkan 00:02 þann 29-Ágúst-2014. Það sást fyrst á vefmyndavél Mílu og ég fæ fyrstu skilaboð um eldgosið á Facebook um klukkan 00:30. Samkvæmt fréttum Rúv og öðrum þá var toppur eldgossins um klukkan 01:20. Stærð þessa eldgos var minniháttar og olli ekki neinum breytingum á kvikuinnskotinu sem olli þessu eldgosi. Það er ekki hægt að útiloka frekari eldgos á þessu svæði í framtíðinni, að minnsta kosti á meðan ný kvika streymir inn í kvikuinnskotið. Eins og hefur verið nefnt áður, þá varð síðasta eldgos á þessari sprungu árið 1797.

Þetta er annað eldgosið í Bárðarbungu síðan 16-Ágúst-2014. Fyrsta eldgosið svo vitað sé átti sér stað þann 23-Ágúst-2014, en það varð undir jökli sem er allt að 600 metra þykkur og það var mjög erfitt að staðfesta það vegna þess. Af þessum sökum sást ekkert til þess. Þetta nýja tímabil virkni í Bárðarbungu mun hugsanlega endast í mörg, þess vegna er ég að undirbúa mig undir það að skrifa mjög mikið um Bárðarbungu á næstunni.

Ég mun láta vita af eldgosum eins fljótt og hægt er. Samkvæmt veðurspám þá verður leiðinlegt veður á næstunni á Íslandi. Því má reikna með að slæmt útsýni verði til Bárðarbungu næstu daga.

Hægt er að sjá myndir af nýju og gömlu gígaröðinni hérna.

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 23:33

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt. Ég mun ekki nota myndir núna, þar sem staða mála er orðin mjög flókin og stefnir í að verða flókari á næstunni.

Staðan í Öskju

  • Kvikuinnskotið hefur ekki ennþá náð inn í kvikuhólf Öskju. Það hefur náð inn í eldstöðina Öskju. Hvenær kvikinnskotið nær inn í kvikuhólf Öskju veit ég ekki.
  • Virkni hefur verið að aukast í Öskju vegna kvikuinnskotsins. Þetta er vegna stressbreytinga sem eru að eiga sér stað í eldstöðinni.

Staðan í Bárðarbungu

  • Staðan á kvikuinnskotinu er svipuð og hefur verið undanfarið. Það færist núna rúmlega 1 – 2 km á dag. Kvikuinnskotið hefur náð til Öskju. Það hefur hinsvegar ekki náð inn til kvikuhólfs Öskju ennþá. Hvenær það gerist veit ég ekki. Þegar það gerist þá mun jarðskjálftavirkni aukast í Öskju ásamt óróa.
  • Eldgosið sem varð þann 23-Ágúst-2014 hefur verið staðfest. Það entist aðeins í rúmlega 1 – 2 klukkutíma áður en það stoppaði. Ég held að þær hugmyndir sem hafa komið fram afhverju það hætti séu rangar. Það er mitt álitið að eldgosið átti sér stað vegna þess að þrýstingur var orðin svo mikill í kvikuhólfi Bárðarbungu að kvikan fór að leita að öðrum út-göngum í Bárðarbungu, þar sem kvikuinnskotið gat ekki annað þrýstingum. Þessi mikli þrýstingur varði þó eingöngu í rúmlega tvo klukkutíma. Þetta bendir sterklega til þess að kvika sé að koma af miklu dýpi inn í Bárðarbungu og það má því reikna með að þetta gerist aftur síðar. Núna er hinsvegar flæðið minna og því minni þrýstingur á kvikuhólfinu.
  • Ástæða þess að sigdældinar komu ekki fyrr fram er vegna þess að það tók tíma fyrir vatnið að finna sér farveg undir Vatnajökli. Ég veit ekki afhverju vatnið fór í Grímsvötn frekar en aðra leið.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög mikil í norðurenda kvikuinnskotsins. Það er jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu sjálfri, þó svo að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki stöðug eins og stendur. Það gæti breyst án viðvörunar.
  • Sprungur sjást núna á yfirborðinu þar sem kvikuinnskotið er og það bendir til þess að dýpst séu eingöngu rúmlega 2 km niður á sjálft kvikuinnskotið. Sigdældir hafa myndast við jökulsporðinn þar sem hann er þunnur vegna jarðhitavirkni sem er að taka sig upp núna á leið kvikuinnskotsins.
  • Kvikuinnskotið er búið að valda færslu upp á rúmlega 40 sm austur og vestur síðan þessi atburðarrás hófst. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að hægja á þessari atburðarrás.
  • Þetta gæti orðið mjög löng atburðarrás. Sem gæti jafnvel varað nokkur ár, frekar en mánuði sé miðað við sögu Bárðarbungu í eldgosum.
  • Það hefur verið „rólegt“ í Bárðarbungu í dag. Óróinn hefur verið stöðugur og hefur ekki risið eða fallið eins og undanfarna daga. Ég tel líklegt að það muni breytast á næstu klukkutímum. Þar sem ég er nú þegar farinn að sjá breytingu á óróamælingum sem eru gerðar í kringum Bárðarbungu.

Þessi atburðarrás er mjög hröð og staða mála mun breytast mjög hratt. Það þýðir að þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt. Hægt er að skoða jarðskjálftavefsíðuna mína hérna.

Grein uppfærð klukkan 23:37.

Óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil.
  • Sigkatlar hafa myndast í Vatnajökli nærri Bárðarbungu. Þeir eru SA og SSA við Bárðarbungu.
  • Sigkatlanir eru í kringum 4 til 6 km langir og rúmlega 1 km breiðir.
  • Enginn gosórói hefur sést á mælum Veðurstofunnar, en það gæti haft sínar eigin ástæður.

 

140827_2315
Jarðskjálftavirkni hefur verið mjög mikil síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140827_2315_trace
Mjög þétt jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.27.08.2014.at.23.22.utc
Óróinn er ennþá mjög mikill Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.27.08.2014.at.23.23.utc
Óróinn er ennþá mjög á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sigkatlanir eru á svæði þar sem jarðskjálftar með stærðina 5,0 hafa átt sér stað undanfarið. Auk fjölda annara jarðskjálfta. Hinsvegar hefur þarna ekki átt sér stað nein virki eins og þá sem hefur verið í kvikuinnskotinu síðan 16-Ágúst-2014. Það er ekki ennþá ljóst hvað varð um allt vatnið sem bráðnaði í þessu öllu saman. Á þessu svæði er jökulinn rúmlega 400 til 600 metra þykkur. Það hefur því talsvert magn af vatni bráðnað á þessu svæði núna. Það er möguleiki á því að þetta vatn hafi runnið til Grímsvatna, en það er ekki ennþá búið að staðfesta það ennþá.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég hef þær.