Þetta er stutt uppfærsla á stöðu mála í eldgosinu. Athugið að ég er ekki jarðfræðingur, heldur er ég eingöngu áhugamaður um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi.
- Norðurendi eldgossins er á stað þar sem ekki hefur gosið áður svo þekkt sé.
- Eldgosið hófst klukkan 03:00 – 04:45.
- Samkvæmt fréttum þá er eldgosið álíka stórt og stærstu eldgosin í Kröflueldunum.
- Stærsti jarðskjáfltinn í dag var með stærðina 5,1 og átti jarðskjálftinn sér stað í norður-austur hluta öskjunnar í Bárðarbungu.
- Það er mjög vont veður á svæðinu þessa stundina og því sést mjög lítið til eldstöðvanna.
- Eldgosasprungan er í kringum 2 km að lengd. Eldgosið er á sama stað og gaus þann 29-Ágúst-2014.
- Það er hætta á því að nýjar gossprungur opnist á því svæði sem gýs núna á og það er einnig hætta á því að nýjar gossprungur opnist undir jöklinum.
- Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka á næstunni.
- Hraun er búið að renna yfir 3 til 5 km svæði. Nýja hraunið er að renna yfir hraun sem rann þarna árið 1797 í eldgosi á sama stað.
- Eins og stendur er enginn hætta á öskugosi. Þar sem þetta er Hawaian eldgos og það þýðir eingöngu hraungos.
Hægt er að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum mílu hérna (Bárðarbunga) og hérna (Bárðarbunga 2).