Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt.
Talsverður sigdalur hefur myndast sunnan við gosstöðvanar í Holuhrauni. Þessi sigdalur hefur myndast vegna landreks á svæðinu. Þar sem sigdalurinn nær undir jökul hefur jökulinn sigið á um tveggja km löngum kafla. Þetta er samkvæmt fréttum í dag. Það hefur einnig komið fram að meiri kvika er að flæða inn í kvikuinnskotið heldur en er að gjósa úr því. Því hefur þrýstingurinn í kvikuinnskotinu aukist og því er hætta á að eldgos brjótist upp á nýjum stað án fyrirvara.
Stærsti jarðskjálftinn síðan á miðnætti var jarðskjálfti með stærðina 5,5 og varð hann í Bárðarbungu eins og fleiri stórir jarðskjálftar síðan þessi atburðarrás hófst.
Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Einnig er fjallað mikið um stöðu mála í fjölmiðlum.