Ný jarðskjálftavirkni norður af Grindavík

Í dag (31. Janúar 2020) hófst ný jarðskjálftahrina norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanesi (báðum). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið í dag var með stærðina Mw2,5. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð en það gæti breyst án viðvörunar. Þenslan heldur áfram að aukast á svæðinu og er í dag orðin rúmlega 45mm. Heimild fyrir þessu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera þrjú misgengi virk miðað við jarðskjálftavirknina sem er í gangi. Þessi misgengi gætu hinsvegar eingöngu valdið jarðskjálftum en ekki verið þar sem á endanum gýs. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ekki neitt sem bendir til þess að kvika sér farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Stórar jarðskjálftahrinur geta hafist á svæðinu án nokkurar viðvörunar og slíkar jarðskjálftahrinur þurfa ekki að vera nálægt Grindavík þar sem þenslan er að breyta spennustigi jarðskorpunnar á stóru svæði og jarðskjálftar munu verða þegar spennustigi jarðskorpunnar er náð. Hvenær slíkt næst er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja vinnu mína hérna geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Það er hægt að senda mér tölvupóst á volcano@eldstod.com fyrir upplýsingar um millifærslu í íslenskum banka. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norður af Grindavík

Í dag (29-Janúar-2020) klukkan 04:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norður af Grindavík. Annar jarðskjálfti varð klukkan 04:59 með stærðina Mw3,2. Það hafa einnig komið fram mikið af minni jarðskjálftum í nótt bæði áður en og eftir að stærstu jarðskjálftarnir komu fram. Síðustu fréttir af þenslu eru þær að í gær (28-Janúar-2020) varð engin þensla við Þorbjörn. Það er óljóst afhverju þenslan stöðvaðist í gær en það hefur ekkert dregið úr virkninni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um það að kvikan sé farið að leita í kvikuinnskot eða farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróa á nálægum SIL stöðvum Veðurstofunnar. Það svæðið sem virknin er á er orðið frekar stórt og nær núna yfir alla Grindavík. Þessi virkni raðar sér upp í stefnuna Suð-austur til Norð-vestur eins og er stefnan á eldri gossprungum á þessu svæði.

Óvissustig vegna kvikusöfnunar undir Þorbirni á Reykjanesskaga

Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi í eldstöðinni Þorbirni frá og með deginum í dag (26-Janúar-2020) þar sem þensla hefur mælst undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga. Þessi þensla hófst þann 21-Janúar og er núna kominn í 2sm og er þenslan um 3mm til 4mm á dag þegar þetta er skrifað.


Virka svæðið á Reykjanesskaga (rauða). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun uppfæra og fylgjast með stöðu mála eins og ég get. Þessa dagana er ég hinsvegar að flytja aftur til Íslands frá Danmörku og því verða nokkrir dagar í Febrúar þar sem ég mun lítið geta sinnt þessu. Ég reikna ekki með að neitt muni gerast fyrr en eftir að ég er fluttur aftur til Íslands. það er það sem ég vona að minnsta kosti. Ég mun koma jarðskjálftamælanetinu mínu aftur í gang í upphafi Mars þegar ég get lagað hugbúnaðargalla í GPS klukkum sem ég er að nota við jarðskjálftamælana mína.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um stöðu mála á vef Veðurstofunnar.

Möguleg kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi

Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes

Ég hef ekki miklar upplýsingar um það hvað er að gerast núna á Reykjaneshryggnum. Það er mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang sem er í rúmlega 20 til 40 km fjarlægð frá ströndinni. Þetta er mjög kröftug jarðskjálftahrina sem er þarna núna og gæti jafnvel orðið kröftugri. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í flekahreyfingum eða vegna þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið. Eldstöðin á þessu svæði heitir Reykjanes.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast í þessari jarðskjálftahrinu og því munu upplýsingar hérna verða úreltar á mjög skömmum tíma.