Jarðskjálfti í Kverkfjöllum

Í dag (19-Desember-2013) klukkan 09:30 varð jarðskjálfti í Kverkfjöllum. Stærð þessa jarðskjálfta var 3,1 og dýpið var 5,0 km.

131219_1415
Jarðskjálftinn í Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir eftirskjálftar mældust í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þetta er fyrsta virknin sem á sér stað í Kverkfjöllum í talsverðan tíma núna. Virkni hefur verið að aukast í Kverkfjöllum á undanförnum árum en ekkert bendir til þess að það sé farið að styttast í að eldgos muni eiga sér stað í Kverkfjöllum.

Uppfærsla 1: Þrír eftirskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum. Stærðir þessara eftirskjálfta voru með stærðina 1,3 til 1,7. Dýpi þessara jarðskjálfta var 6,5 til 3,4 km.

131219_1615
Eftirskjálftar í Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að eftirskjálftar munu halda áfram í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 17:04.

Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.

Gufusprengingar í Kverkfjöllum

Þann 16-Ágúst-2013 urðu nokkrar gufuspreningar í Kverkfjöllum. Þessar gufusprengingar eru afleiðingar af jökulflóði sem átti sér stað í Kverkfjöllum þann 15 og 16-Ágúst-2013. Snögg þrýstibreyting varð í hverunum sem þarna eru til staðar, sem olli því að vatn fór að sjóða undir þrýstingi og olli það þessum snöggu gufusprengingum í Kverkfjöllum.

gufusprening.kverkfjoll.15-august-2013
Gufusprening í Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Almannavörnum. Mynd fengin af Facebook.

Ég veit ekki til þess að breytingar hafi átt sér stað í háhitakerfum Kverkfjalla. Þar sem Kverkfjöll eru afskekkt og erfitt að komast þangað, jafnvel á sumrin þá er ekki víst að slíkar breytingar séu þekktar í dag. Almannavarnir hafa sagt að ferðamenn eigi að fara varlega í kringum Kverkfjöll vegna þessara breytinga sem þarna hafa átt sér stað. Það er alltaf varasamt að fara mjög nærri hverum og háhitasvæðum vegna skyndilegra breytinga sem þar geta átt sér stað.

Nánar um gufusprengingar og snögghitað vatn (á ensku)

Hydrothermal explosion (Wikipedia)
Superheating (Wikipedia)

Ég ætla síðan að minna fólk á Facebook síðu þessar bloggsíðu. Hægt er að komast inn á Facebook síðu þessar bloggsíðu hérna.

Minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum [Uppfært]

Í dag kom tilkynning frá Veðurstofunni um minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum. Þetta jökulhlaup er mjög lítið og mun ekki ná yfir hefðbundið sumarrennsli í ánni Volgu. Það virðist sem að þetta jökulhlaup hafi hafist í gær (15-Ágúst-2013). Samkvæmt fréttum í dag þá var farið að draga úr jökulflóðinu, en ég veit ekki hvort að þetta er tímabundið eða hvort að jökulflóðið er búið nú þegar. Veðurstofna er í könnunarflugi yfir Kverkfjöllum þessa stundina til þess að meta stöðu mála og athuga hvað er að gerast í Kverkfjöllum.

Uppfærsla 1: Samkvæmt Almannavörnum þá urðu gufusprengingar í kjölfarið á þessu jökulflóði í Kverkfjöllum. Slíkt gerist þegar þrýsingur losnar skyndilega á háhitasvæðum eins og þeim sem er að finna í Kverkfjöllum undir vatni. Tilkynningu Almannavarna er hægt að lesa hérna.

Vefmyndavél í Kverkfjöllum

Vefmyndavél úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.
Veður upplýsingar úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.

Nánari fréttir af þessu jökulhlaupi

Óvenjulegur vöxtur í Volgu (mbl.is)
Hægt hefur á vexti hlaupsins (mbl.is)

Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:08 þann 16-Ágúst-2013.
Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:35 þann 16-Ágúst-2013.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju og Kverkfjöllum

Í dag voru djúpir jarðskjálftar í Kverkfjöllum og Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta var á bilinu 22 til 24 km. Upptök þessara jarðskjálfta voru innan í eldstöðvunum sjálfum og tengjast því einhverjum kvikuhreyfingum.

130331_1700
Jarðskjálftanir í Öskju og Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Upplýsingar um Kverkfjöll. Upplýsingar um Öskju.

Það er vonlaust að segja til um það hvað er að gerast í Öskju eða Kverkfjöllum. Þetta eru virkar eldstöðvar og því ber að horfa á málin frá því sjónarhorni.