Nýtt kvikuinnskot í Bárðarbungu

Áhugaverð jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu og það virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðustu daga. Áhugaverð jarðskjálftavirkni hefur einnig átt sér stað í eldstöðinni Hamrinum undanfarið. Þetta kvikuinnskot mun líklega ekki enda með eldgosi, þetta er hugsanlega vísbending um aukna virkni í Bárðarbungu í framtíðinni.

130620_2105
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Hamarinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum og í nágrenni hans. Ég veit ekki hvort að þetta tengist virkinni sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Mér þykir það ólíklegt að það sé raunin, þó er ekki hægt að útiloka það eins og er. Það er óljóst hvort að þessi nýja virkni í Hamrinum er vegna þéttara mælanets í kringum Vatnajökul eða hvort að þetta er raunverulega ný virkni í Hamrinum. Síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí 2011 og er hægt að lesa um það eldgos hérna. Það er þess virði að hafa augu með virkninni í Hamrinum, þar sem þessi eldstöð hefur sýnt sig að hún er óútreiknanleg með öllu, það virðist einnig að kvika sér mjög grunnt í eldstöðinni nú þegar.

Jarðskjálfti upp á 3,6 í Hamrinum

Í gær (05.04.2013) klukkan 01:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Hamrinum. Hamarinn er eldstöð sem tengist Bárðarbungu eldstöðinni með einhverjum hætti þó svo að það sé ekki góður skilningur á því hvernig það gerist. Engin merki eru um óróa eða það að eldgos sé að hefjast þarna. Nokkrir eftirskjálftar komu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 2 km. Engin vefsíða er til fyrir eldstöðina Hamarinn.

130405_2140
Eldstöðin Hamarinn er þar sem græna stjarnan er. Þetta eru einnig upptök jarðskjálftana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.05.04.2013.22.12.utc
Engan óróa var að sjá á Skrokköldu SIL stöðinni. Það sem sést hérna hinsvegar eru jarðskjálftanir á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í minniháttar kvikuinnskoti í eldstöðinni Hamrinum. Frekar en eitthvað annað sem þarna gæti átt sér stað þarna. Óvíst er hvort að þarna muni frekari virkni eiga sér stað í Hamrinum á næstunni.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (TFZ) og í Grímsfjalls eldstöðvar kerfinu og Hamrinum

Í dag hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið). Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,9 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftahrinan átti upptök sín á svæði þar sem jarðskjálftar eru mjög algengir.

130228_1930
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grímsfjall og Hamarinn

Í gær var minniháttar jarðskjálftahrina í sprungusveimi Grímsfjalls sem gaus árið 2011. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín ekkert langt frá því þar sem lakagígar koma fram undan jöklinum. Þetta er áhugaverð jarðskjálftahrina að mínu mati. Þó er vonlaust að segja til um á að þessu sinni hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Væntanlega ekki neitt reikna ég með.

130228_1930
Grímsfjall og Hamarinn eldstöðvar með smá jarðskjálfta. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær og fyrradag var einnig smá jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hamrinum sem einnig gaus litlu eldgosi í Júlí 2011. Stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Það er erfitt að segja til um á þessari stundu hvað þessi virkni þýðir. Sérstaklega þar sem Hamarinn sem eldstöð er illa þekkt og hvernig eldgos koma fram þar. Þó tel ég ekki neina ástæðu til þess að óttast eldgos þarna eins og er. Hvorki í Grímsfjalli eða Hamrinum.