Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (TFZ) og í Grímsfjalls eldstöðvar kerfinu og Hamrinum

Í dag hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið). Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,9 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftahrinan átti upptök sín á svæði þar sem jarðskjálftar eru mjög algengir.

130228_1930
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grímsfjall og Hamarinn

Í gær var minniháttar jarðskjálftahrina í sprungusveimi Grímsfjalls sem gaus árið 2011. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín ekkert langt frá því þar sem lakagígar koma fram undan jöklinum. Þetta er áhugaverð jarðskjálftahrina að mínu mati. Þó er vonlaust að segja til um á að þessu sinni hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Væntanlega ekki neitt reikna ég með.

130228_1930
Grímsfjall og Hamarinn eldstöðvar með smá jarðskjálfta. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær og fyrradag var einnig smá jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hamrinum sem einnig gaus litlu eldgosi í Júlí 2011. Stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Það er erfitt að segja til um á þessari stundu hvað þessi virkni þýðir. Sérstaklega þar sem Hamarinn sem eldstöð er illa þekkt og hvernig eldgos koma fram þar. Þó tel ég ekki neina ástæðu til þess að óttast eldgos þarna eins og er. Hvorki í Grímsfjalli eða Hamrinum.