Óróapúls staðfestur í eldstöðinni Krýsuvík – Eldgos gæti verið yfirvofandi

Þessi grein er skrifuð klukkan 16:37. Þetta er stutt grein þar staðan breytist mjög hratt.

Óróapúls hefur verið greindur í eldstöðinni Krýsuvík. Ef að eldgos verður eins og búist er við þá er þetta fyrsta eldgosið í eldstöðinni Krýsuvík síðan árið 1340.

Óróaplott í Vogum sem sýnir óróann mjög vel. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaganum í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið staðfest að sigdalur er að myndast þar sem reiknað er með að eldgos verði. Þetta er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er beint streymi á YouTube af þessu svæði og hægt er að fylgjast með því hérna.

Uppfærsla klukkan 16:43

Rúv hefur sett upp vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.

Staðan í eldstöðinni Krýsuvík þann 2-Mars-2021 klukkan 20:53

Þetta er stutt grein um virknina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi virkni hefur verið staðfest að hún er eingöngu í eldstöðinni Krýsuvík en ekki í eldstöðinni Reykjanes eins og ég taldi í upphafi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Reykjanes.

Breytingar fóru að verða í eldstöðinni Krýsuvík seint árið 2008 og snemma árs 2009 og síðan þá hafa þessar breytingar átt sér stað tiltölulega án þess að mikið væri tekið eftir því. Eldstöðin Krýsuvík er öðruvísi að því leitinu að eldstöðin er ekki með grunnt kvikuhólf og hvar eldstöðin sjálf er staðsett er óljós og mörk hennar eru óljós. Þetta sést vel á kortum þar sem það munar milli korta sem sýna eldstöðvar og staðsetningar þeirra. Á meðan það er ekkert grunnstætt kvikuhólf í eldstöðinni Krýsuvík þá útilokar það ekki að undir eldstöðinni sé kvikuhólf á miklu dýpi sem kemur ekki fram í mælingum jarðvísindamanna. Þetta kvikuhólf er staðsettur á 10 km til 30 km dýpi í efstu lögum möttulsins.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur í eldstöðini Krýsuvík sýnir hvar sterkustu jarðskjálftanir eru staðsettir. Mikið af rauðum punktum sem sýna nýja jarðskjálftum.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Krýsuvík og annarstaðar á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sterkasti jarðskjálftinn síðan á miðnætti 2-Mars-2021 var með stærðina Mw4,6 og síðan frá klukkan 12:00 hefur verið rólegt í jarðskjálftum í Krýsuvík þegar það kemur að stórum jarðskjálftum. Það hefur verið mikið um litla jarðskjálfta á þessum tíma og engin merki um að dregið hafi úr þeim. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvikuinnskot á 10 km dýpi í eldstöðinni Krýsuvík og þetat kvikuinnskot er að brjóta sér leið upp á yfirborðið með þessum jarðskjálftum. Snögg minnkun jarðskjálfta eins og varð í dag er eitt af því sem gerist í svona kvikuinnskota jarðskjálftavirkni og sást einnig áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu (Holuhraun) árin 2014 til 2015.

Jarðvísindadeild Háskóla Íslands gaf út mynd af því hvernig þetta kvikuinnskot virkar og er hægt að sjá þá mynd hérna á Facebook.

Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein verður á morgun 3-Mars-2021 hjá mér ef jarðskjálftavirknin verður eins og hún er núna.

Minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey

Í gær (1-Mars-2021) varð minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 19:53 og var með stærðina Mw3,3. Það er möguleiki á að þarna sé að hefjast ný jarðskjálftahrina en jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu fara oft mjög hægt af stað. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey, ein græn stjarna og nokkrir rauðir og gulir punktar sem tákna minni jarðskjálfta sem þarna urðu
Jarðskjálftavirknin norð-austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er alltaf möguleiki á sterkari jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið lítil og það er möguleiki á að ekkert meira muni gerast þarna. Þessi jarðskjálftahrina tengist ekki því sem er að gerast á Reykjanesskaga.

Næsta grein um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga verður á morgun (2-Mars-2021) ef ekkert meiriháttar gerist.

Kvikuinnskot staðfest í eldstöðinni Krýsuvík [Uppfærð grein]

Í dag (1-Mars-2021) var það staðfest að kvikuinnskot er að valda jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Krýsuvík. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist kvikan vera á um 6 km dýpi. GPS mælingar sýna meira en 30cm færslu samkvæmt fréttum og vísindamönnum.

Þensla á Reykjanesskaga vegna kvikuinnskots í eldstöðinni Reykjanes.
Þenslan í eldstöðinni Reykjanes samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndin hérna að ofan er fengin héðan af Facebook. Það er einnig áhugaverð jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes en þar hafa orðið færri jarðskjálftar en þeir hafa verið frekar litlir fyrir utan örfáa stóra jarðskjálfta.

Næsta grein verður á morgun (02-Mars-2021) ef ekkert stórt gerist.

Grein uppfærð klukkan 13:46 þann 2-Mars-2021

Það er búið að staðfesta að það kvikuinnskot sem er núna að eiga sér stað á Reykjanesskaga er í eldstöðinni Krýsuvík en ekki í eldstöðinni Reykjanes eins og ég hélt fyrst. Ástæðan er sú að jarðskjálftar hafa verið mestir síðustu 14 mánuði í eldstöðinni Reykjanes en lítil virkni hefur verið í eldstöðinni Krýsuvík. Það er einnig ekki ljóst á kortum hvar mörk eldstöðvanna liggja og því gat þetta verið önnur hvor eldstöðin. Það er núna búið að staðfesta í fjölmiðlum að þetta sé eldstöðin Krýsuvík og því hef ég uppfært þessa grein í samræmi við það.

Staðan á jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík þann 1-Mars-2021 klukkan 16:53

Þetta er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Það hefur ekki orðið almennt mikil breyting á jarðskjálftavirkninni í eldstöðinni Reykjanes miðað við jarsðkjálftavirknina í gær. Það er helst að fjöldi jarðskjálfta yfir 12 klukkutíma tímabil hefur aukist úr 800 jarðskjálftum yfir í 1000 jarðskjálftum samkvæmt fréttum. Sterkasti jarðskjálfti síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,9 og fannst víða á vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesskaga.

Mikil og þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Mikið af rauðum punktum sem þýðir að mikið af nýjum jarðskjálftum er að koma inn.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig byrjuð jarðskjálftavirkni fyrir utan Reykjanesstá. Það er ekki alveg ljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þarna þýðir ennþá. Það þarf að fylgjast með þessari jarðskjálftavirkni þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast þeirri jarðskjálftavirkni sem er í eldstöðinni Reykjanes, þó án þess að ástæður fyrir því séu þekktar eða augljósar.

Uppfærsla klukkan 16:54

Nýjasti jarðskjálftinn sem varð 16:35 er kominn með stærðina Mw5,1.

PayPal takki

Það er aftur hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Ef fólk vill ekki nota bankamillifærslu til þess. Að styrkja mig hjálpar mér við að vinna við þessa vefsíðu og skrifa um jarðskjálfta og eldgos á Íslandi.