Staðan í eldstöðinni Krýsuvík þann 2-Mars-2021 klukkan 20:53

Þetta er stutt grein um virknina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi virkni hefur verið staðfest að hún er eingöngu í eldstöðinni Krýsuvík en ekki í eldstöðinni Reykjanes eins og ég taldi í upphafi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Reykjanes.

Breytingar fóru að verða í eldstöðinni Krýsuvík seint árið 2008 og snemma árs 2009 og síðan þá hafa þessar breytingar átt sér stað tiltölulega án þess að mikið væri tekið eftir því. Eldstöðin Krýsuvík er öðruvísi að því leitinu að eldstöðin er ekki með grunnt kvikuhólf og hvar eldstöðin sjálf er staðsett er óljós og mörk hennar eru óljós. Þetta sést vel á kortum þar sem það munar milli korta sem sýna eldstöðvar og staðsetningar þeirra. Á meðan það er ekkert grunnstætt kvikuhólf í eldstöðinni Krýsuvík þá útilokar það ekki að undir eldstöðinni sé kvikuhólf á miklu dýpi sem kemur ekki fram í mælingum jarðvísindamanna. Þetta kvikuhólf er staðsettur á 10 km til 30 km dýpi í efstu lögum möttulsins.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur í eldstöðini Krýsuvík sýnir hvar sterkustu jarðskjálftanir eru staðsettir. Mikið af rauðum punktum sem sýna nýja jarðskjálftum.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Krýsuvík og annarstaðar á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sterkasti jarðskjálftinn síðan á miðnætti 2-Mars-2021 var með stærðina Mw4,6 og síðan frá klukkan 12:00 hefur verið rólegt í jarðskjálftum í Krýsuvík þegar það kemur að stórum jarðskjálftum. Það hefur verið mikið um litla jarðskjálfta á þessum tíma og engin merki um að dregið hafi úr þeim. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvikuinnskot á 10 km dýpi í eldstöðinni Krýsuvík og þetat kvikuinnskot er að brjóta sér leið upp á yfirborðið með þessum jarðskjálftum. Snögg minnkun jarðskjálfta eins og varð í dag er eitt af því sem gerist í svona kvikuinnskota jarðskjálftavirkni og sást einnig áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu (Holuhraun) árin 2014 til 2015.

Jarðvísindadeild Háskóla Íslands gaf út mynd af því hvernig þetta kvikuinnskot virkar og er hægt að sjá þá mynd hérna á Facebook.

Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein verður á morgun 3-Mars-2021 hjá mér ef jarðskjálftavirknin verður eins og hún er núna.