Minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey

Í gær (1-Mars-2021) varð minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 19:53 og var með stærðina Mw3,3. Það er möguleiki á að þarna sé að hefjast ný jarðskjálftahrina en jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu fara oft mjög hægt af stað. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey, ein græn stjarna og nokkrir rauðir og gulir punktar sem tákna minni jarðskjálfta sem þarna urðu
Jarðskjálftavirknin norð-austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er alltaf möguleiki á sterkari jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið lítil og það er möguleiki á að ekkert meira muni gerast þarna. Þessi jarðskjálftahrina tengist ekki því sem er að gerast á Reykjanesskaga.

Næsta grein um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga verður á morgun (2-Mars-2021) ef ekkert meiriháttar gerist.