Klukkan 19:10 hófst (þann 02-Febrúar-2022) kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,0 (klukkan 19:10) og síðan kom annar stór jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 (klukkan 19:44).
Jarðskjálftavirknin í Kötlu núna í kvöld. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þegar þessi grein er skrifuð er óljóst hvað er í gangi og hvort að það er eldgos á leiðinni. Líkunar eru góðar en það er einnig möguleiki á því að þessi virkni minnki og hætti alveg og það mundi þá koma í veg fyrir að nokkurt eldgos yrði. Hvort sem það yrði stórt eða lítið í Kötlu.
Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum eða skrifa nýja grein ef aðstæður breytast mjög mikið frá því sem er núna.
Í dag (1-Febrúar-2022) klukkan 00:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 nærri Húsafelli og fannst þessi jarðskjálfti í Reykjavík. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði en er mjög hægfara og stöðvast því stundum. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð klukkan 01:15. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 107 jarðskjálftar við Húsafell.
Jarðskjálftavirknin við Húsafell. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið á þessu svæði var með stærðina 5,5 samkvæmt fréttum og varð árið 1974. Það er það eina sem ég veit um þennan jarðskjálfta en sá jarðskjálfti varð einnig aðeins norðar en núverandi jarðskjálftahrina. Það er óljóst hvers vegna þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað, þar sem þarna eru ekki neinar eldstöðvar og ekki nein þekkt sprungusvæði. Þarna er lághitasvæði og nýlegar fréttagreinar hafa komið með þá hugmynd að sú jarðskjálftavirkni sé tengd jarðhitavirkni sem er þarna. Sú hugmynd er hinsvegar ekki sönnuð ennþá. Það að þarna sé lághitasvæði þýðir að kvika hefur komist upp frekar grunnt í jarðskorpuna eða rétt um 1 til 2 km og nær að hita upp grunnvatnið sem er í jarðskorpunni.
Í nótt, þann 29-Janúar-2022 hófst jarðskjálftahrina suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er frekar kröftug þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin suður af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er hætta á því að það komi fram stærri jarðskjálfti á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 (02:35) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (02:40). Það er jarðskjálftahrina lítilla jarðskjálfta á sama svæði sem hófst eftir fyrsta jarðskjálftann með stærðina Mw3,3 klukkan 02:35. Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.
Síðan í Desember 2021 þá hefur verið jarðskjálftahrina suður-vestur af Langjökli. Þetta svæði er ekki hluti af neinu þekktu jarðskjálftasvæði eða eldstöð. Þetta eru því bara jarðskjálftar sem eiga sér stað í jarðskorpunni sem eru fyrir utan helstu jarðskjálftasvæða á Íslandi. Svona jarðskjálftar í jarðskorpunni gerast stundum á Íslandi. Ástæðan er ekki þekkt en hugmyndin er að þetta tengist reki jarðskorpunnar og spennubreytingum vegna þess.
Jarðskjálftahrinan suður-vestur af Langjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn í dag með stærðina Mw3,3 er annar jarðskjálftinn sem nær þessari stærð, fyrri jarðskjálftinn varð þann 18-Janúar-2022. Hæðin þar sem þessir jarðskjálftar eiga sér stað heitir Húsafell.
Samkvæmt frétt á Vísir.is (tengill neðst) þá er samkvæmt gervihnattamælingum kvikan byrjuð að rísa upp í Fagradalsfjalli. Þessa stundina á kvikan um 1600 metra eftir þangað til að kvikan kemst upp á yfirborðið og eldgos hefst. Hraði kvikunar núna er í kringum 130 metrar á dag og því ætti eldgos að hefjast í kringum 11-Janúar-2022. Þetta er núverandi mat á aðstæðum en það gæti breyst ef kvikan eykur hraðan eða hægir á sér á leiðinni upp jarðskorpuna.
Það er óljóst hvaða svæði mun gjósa þar sem nýi kvikugangurinn er til hliðar við eldri kvikuganginn og því er ekki víst að það gjósi í eldri gígum. Það eru því meiri líkur en minni að það muni gjósa í nýjum gígum þegar eldgos hefst, eitthvað af hugsanlegum nýjum gígum munu opnast á svæði sem er nú þegar undir undir nýju hrauni af eldra eldgosinu. Svæðið mun því verða mjög áhugavert þegar eldgos loksins hefst.
Aðfaranótt að 30-Desember-2021 klukkan 04:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálfti fannst á Selfossi og í Hveragerði. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekkert eldfjall á þessu svæði og því er jarðskjálftavirknin þarna eingöngu vegna flekahreyfinga. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær jarðskjálftavirknin endar á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirknin gæti verið eftirskjálftavirkni eftir jarðskjálftana með Mw6,3 sem urðu þarna árið 2008. Þessi jarðskjálftahrina mun halda áfram í nokkra daga og jafnvel í einhverjar vikur en mun líklega enda hægt og rólega.
Í dag (29-Desember-2021) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw3,6 (Veðurstofa Íslands) eða mb4,5 (EMSC upplýsingasíðan er hérna).
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og er hluti af þenslu sem á sér núna stað í Bárðarbungu. Það verður ekki eldgos núna og það verður hugsanlega ekki eldgos í nokkur ár eða áratugi í Bárðarbungu.
Þessar upplýsingar verða úreltar mjög hratt og mjög fljótlega.
Núna er stöðug jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu. Meira en tugur af jarðskjálftum sem hefur náð stærðinni Mw4,0 eða stærri hefur orðið síðustu klukkutímana og það eru litlar líkur á því að jarðskjálftavirknin muni hætta á næstunni. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu klukkutímana hafa verið með stærðina Mw4,8 og síðan Mw4,5. Jarðskjálftarnir norður af Grindavík virðast vera gikkskjálftar vegna þenslu í Fagradalsfjalli.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.Þétta jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga eins og hann er sýndur á grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan núna er nærri Grindavík eins og gerðist fyrr á árinu 2021 þegar svipuð jarðskjálftahrina varð þarna. Rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftahrinan mun halda áfram þangað til að eldgos hefst á ný. Jarðskjálftahrinunar munu einnig koma fram í bylgjum, með mikilli jarðskjálftavirkni en síðan minni jarðskjálftavirkni þess á milli. Ég reikna með sterkum jarðskjálftum á næstu dögum ef það fer ekki að gjósa í Fagradalsfjalli eða á nálægum svæðum.
Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótlega hérna.
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli hélt áfram þann 22-Desember og þann 23-Desember. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 og fannst yfir stórt svæði. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón á eignum ennþá í þessari jarðskjálftahrinu.
Það eru núna þrjár jarðskjálftamiður í þessari jarðskjálftahrinu. Fyrsta jarðskjálftamiðjan er norðan við stóra gíginn, jarðskjálftamiðja tvö er undur stóra gígnum, jarðskjálftamiðja þrjú er í Nátthagakrika. Það er það svæði þar sem fólk gekk upp að eldgosinu á gönguleið A og B.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.Þétt jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ljóst að þessi jarðskjálftavirkni mun ekki hætta fyrr en eldgos hefst á ný á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Ef að nýr gígur opnast á þessu svæði, þá mun jarðskjálftavirknin halda áfram að stækka þangað til að það gerist. Ef að gígur sem er nú þegar á svæðinu byrjar að gjósa, þá mun það koma af stað einhverri jarðskjálftavirkni. Það er ljóst er að kvikan mun finna sér leið þar sem mótstaða er minnst í jarðskorpunni, alveg sama hver sú leið er. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið meira en 6000 jarðskjálftar og í kringum 50 til 100 af þeim hafa verið jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0.
Staðan núna breytist mjög hratt og því verða upplýsingar í þessari grein úreltar mjög hratt.
Það er möguleiki á að eldgos sé að fara að hefjast aftur í Fagradalsfjalli (Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðin) eftir að jarðskjálftahrina hófst þar klukkan 17:00 þann 21-Desember-2021. Jarðskjálftahrinan hefur verið að vaxa mjög hratt síðustu klukkutímana og það sér ekki á þeim vexti þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 17:00.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Staða mála er að breytast mjög hratt á þessu svæði. Þegar þessi grein hefur eldgos ekki ennþá hafist en það er aðeins spurning um klukkutíma áður en eldgos hefst á þessu svæði á ný. Það gæti gerst í nótt eða einhverntímann á morgun. Það er engin leið að vita það þegar þessi grein er skrifuð.
Ég mun setja inn nýja uppfærslu seint á morgun. Þar sem ég verð upptekinn framan af degi í öðrum hlutum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.