Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (30-Janúar-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð einnig stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan 27-Október-2017. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 (klukkan 19:24), tveir jarðskjálftar urðu á undan þeim jarðskjálfta og voru með stærðina 3,7 (klukkan 17:49) og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,8 (klukkan 18:00).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en síðasti jarðskjálfti varð klukkan 21:29. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kringum Bárðarbungu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það virðist sem að norður-austur hluti Bárðarbungu sé að verða stöðugt óstöðugri með hverri jarðskjálftahrinunni sem verður á þessu svæði. Stærðir jarðskjálftanna sem verða eru einnig að vaxa en á sama er lengra á milli þessara jarðskjálftahrina. Tími milli jarðskjálftahrina getur núna farið upp í nokkrar vikur. Eftir að þessi jarðskjálftavirkni hófst í September-2015 þá voru svona jarðskjálftahrinu vikulegur atburður.

Kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (21-Janúar-2018) kom fram kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot kom fram á svæði sem er aðeins utan við megineldstöðina og líklega utan við sjálft Bárðarbungu kerfið eins og það er sett fram á kortum í dag.


Kvikuinnskotið suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var eingöngu með stærðina 1,2 en minnsta dýpi sem kom fram á 13,9 km og stærðin á þeim jarðskjálfta var eingöngu 0,8. Það er mitt mat að hættan á eldgosi á þessu svæði er að aukast eftir því sem þessi kvikuinnskotavirki heldur áfram. Það er ekki hægt að setja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Þetta svæði hefur verið virkt í talsverðan tíma núna og þarna verða regluleg kvikuinnskot.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli

Aðfaranótt 18-Janúar-2018 klukkan 02:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli. Þeim jarðskjálfta fylgdi annar jarðskjálfti með stærðina 2,0 og síðar kom jarðskjálfti með stærðina 1,8. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað varð aukning á hærri tíðni á SIL stöðvum í kringum Öræfajökli. Það er möguleiki á að hérna hafi verið að um að ræða smáskjálfta sem ekki var hægt að staðsetja almennilega eða að hérna sé um að ræða litlu jarðskjálftana sem mældust í Öræfajökli á þessum sama tíma. Ég er ekki viss á þessari stundu hvort er raunin en ég vonast að myndin verði skýrari eftir því sem meira af gögnum kemur inn með aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli.


Breyting á óróaplotti á SIL stöðinni Fagurhólsmýri sem er við Öræfajökul. Breytingin á óróanum sést vel á endanum á þessari mynd (bláu toppanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er rólegt í Öræfajökli.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika-03, 2018)

Í dag (15-Janúar-2018) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin mjög reglulegur atburður og hefur verið það um lengri tíma núna. Jarðskjálftarnir í dag voru með stærðina 3,5 (klukkan 09:39) og síðan 3,3 (klukkan 09:47). Staðsetningin bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að vænta í Bárðarbungu á næstu dögum í norður-austur hluta öskju Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Febrúar-2015 í Holuhrauni. Það er alveg ljóst að Bárðarbunga er að undirbúa eldgos en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Kötlu

Í gær (05-Janúar-2018) varaði Veðurstofa Ísland við aukinni leiðni og gasi í kringum jökulár sem koma frá Mýrdalsjökli vegna lítils jökulflóðs sem kom fram. Þessu fylgdi aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Hæðsta gildi leiðni sem kom fram samkvæmt Veðurstofunni var 613 µS/cm (ég finn ekki þessar mælingar á vef Veðurstofunnar. Ég veit ekki afhverju það er). Þá hefur einnig mælst gas á Láguhvolum (þar fara fram gasmælingar). Síðast þegar þetta gerðist var í Nóvember-2017 þegar örlítið stærra jökulflóð átti sér stað.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar mynda tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á þessu jökulflóði þá fór að bera á aukinni jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju jarðskjálftavirknin jókst í kjölfarið á þessum jökulflóðum þar sem þar sem það þarf ekki endilega að koma fram jarðskjálftavirkni í kjölfarið á svona litlu jökulflóði. Það eru ekki nein merki sjáanleg um að það hafi orðið smágos undir Mýrdalsjökli á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Eins og staðan er núna þá er ég að búast við frekari jarðskjálftavirkni og fleiri jökulflóðum ef þetta fylgir sömu hegðun og svipaðir atburðir sem urðu á árinu 2017. Það er hugsanlegt að eldri hegðun endurtaki sig ekki. Stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið hingað til var með stærðina 2,1 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Allir jarðskjálftar sem komu fram voru á dýpi minna en 1 km.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (30-Desember-2017) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og var stærsti jarðskjálftinn eingöngu með stærðina 1,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður í Kötlu. Yfir vetrarmánuðina þá er yfirleitt lítil eða engin jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Engin breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu mánuði hefur ekki verið mikil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Sveiflur eru í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli eins og búast má við í eldkeilu af þessari gerð sem gýs súrri kviku (rhyolitic).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli verður þegar kvika og gas er á hreyfingu innan í eldstöðinni. Yfir daginn þá breytist þessi hreyfing og ekki er hægt að spá fyrir um hreyfingu kvikunnar eða gassins í Öræfajökli.

Jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu

Þann 23-Desember-2017 klukkan 23:41 varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu. Þessa stundina hafa ekki neinir aðrir jarðskjálftar komið í kjölfarið.


Græna stjarnan sýnir upptök jarðskjálftans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði er ekki útilokuð. Þar sem það hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í norður-austur hluta öskju Bárðarbungu frá því í September-2015.

Jarðskjálftavirkni að aukast á ný í Öræfajökli

Eftir rólegar tvær vikur í Öræfajökli þá virðist sem að jarðskjálftavirkni sé á ný farin að aukast. Eins og áður þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað ekki miklar og mjög fáir jarðskjálftar ná stærð sem er yfir 1,5.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (23-Desember-2017) var með stærðina 1,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þessa stundina er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Miðað við þróunina í Október og Nóvember þá er líklegt að jarðskjálftavirknin haldi áfram að aukast þangað til toppi er náð og eftir það fari jarðskjálftum að fækka á ný. Staðreyndin er hinsvegar sú að óvissa er um það hvernig þetta mun þróast þar sem ekki er hægt að spá fyrir um þróun virkni í eldstöðvum og erfitt er að vita hvað er að gerast innan í eldstöðvum eins og Öræfajökli.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Aðfaranótt 20-Desember-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 02:17 með jarðskjálfta sem var með stærðina 1,4. Fyrsti stóri jarðskjálftinn varð klukkan 04:57 og var með stærðina 4,1. Seinni stóri jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 og átti sér stað klukkan 05:29. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og það komu fram 40 til 48 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftavirknin átti sér stað í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á hefðbundnu svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Mikil jarðhitavirkni er á svæðinu og það bendir til þess að mikil kvika sér til staðar í eldstöðinni á grunnu dýpi. Það hefur ekki komið af stað litlum eldgosum ennþá en hugsanlegt er að slík eldgos verði án mikils fyrirvara (best er að fylgjast með litlum jarðskjálftum sem eru lengi á sama stað).

Djúp jarðskjálftavirkni er ennþá suð-austur (rauði punkturinn) af Bárðarbungu en dýpi þessar jarðskjálftavirkni virðist lítið breytast. Það bendir til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni. Þessi jarðskjálftavirkni er alltaf á svipuðu dýpi og því ekki miklar líkur á eldgosi. Hinsvegar er hugsanlega hætta á eldgosi þarna í framtíðinni.