Jarðskjálftahrina í Reykjanestá og djúp jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum

Í dag (10-Desember-2020) klukkan 00:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum svæðum. Síðan þessi jarðskjálfti varð hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina við Reykjanestá.


Græna stjarnan sýnir það svæði þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw3,5 varð. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Brennisteinsfjöll

Í dag (10-Desember-2020) kom fram djúp jarðskjálftavirkni af smáskjálftum í Brennisteinsfjöllum. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 5 km til 12 km rúmlega. Ég veit ekki ennþá hvort að hérna er kvika á ferðinni eða ekki í Brennisteinsfjöllum.


Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum eru appelsínugulir punktar austan við Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að það verði meiri jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum á næstu vikum til mánuðum. Það mun taka einhverjar vikur til mánuði að sjá hvort að þarna sé eitthvað að gerast.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öskju

Í dag (05-Desember-2020) var lítil jarðskjálftahrina við Öskju. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw2,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin bendir til þess að kvika sé á ferðinni í Öskju án þess að það sé hætta á eldgosi eða stutt sé í eitt slíkt. Núverandi ástand í Öskju kemur líklega til vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 sem olli næstum því eldgosi í Öskju árið 2014 þegar kvikan frá Bárðarbungu fór næstum því kvikuhólf Öskju en stöðvaðist rétt áður en það gerðist. Það virðist hinsvegar hafa breytt einhverju í kvikuhólfi Öskju sem er núna að valda því ástandi þeim jarðskjálftum sem eru að koma fram í Öskju núna í dag.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu suð-austur af Grímsey

Í gær (02-Desemeber-2020) varð lítil jarðskjálftahrina suð-austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil. Það er hinsvegar norðan stormur í gangi og hefur sá stormur dregið úr næmni jarðskjálftamælinga á þessu svæði og öllu Íslandi síðan á Mánudaginn (30-Nóvember-2020).


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það svæði þar sem jarðskjálftar urðu í gær er annað svæði en það sem hafði stóru jarðskjálftahrinuna í Júní 2020 þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw6,0. Það er erfitt að segja til um það hvort að það verður meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Stakur jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Í gær (01-Desember-2020) varð stakur jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 á Reykjaneshrygg ekki langt frá Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.


Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem þetta var bara stakur jarðskjálfti þá er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast þarna. Það er möguleiki á því að þarna verði fleiri jarðskjálftar á næstu dögum og vikum og verði þá jafnvel mun stærri en þessi jarðskjálfti sem varð í gær.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Klukkan 11:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst en ekki bárust margar tilkynningar um jarðskjálftann til Veðurstofu Íslands. Fjöldi lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum en fjöldi lítilla átti sér einnig stað áður en stærsti jarðskjálftinn varð.


Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því ferli sem hófst í Janúar 2020 þegar kvika fór að troðast inn í jarðskorpuna á þessu svæði. Vegna þessar jarðskjálftahrinu þá er aukin hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin á þessu svæði kemur fram í bylgjum og á milli er róglegt á svæði. Undanfarið hefur verið rólegt í eldstöðinni Reykjanes en líklega er núna að hefjast nýtt tímabil mikillar jarðskjálftavirkni á þessu svæði í eldstöðinni Reykjanes.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014

Tveir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (22-Nóvember-2020) urðu tveir jarðskjálftar í Kötlu. Annar jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:08 en síðari jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,2 klukkan 13:31.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er undir venjulegri jarðskjálftavirkni í eldstöðinni á þessum árstíma. Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu í allt ár og engar líkur á því að það fari að breytast.

Styrkir

Þeir sem vilja og hafa möguleika á því geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Smáskjálftavirkni í Öræfajökli

Eftir margra mánuði af engri jarðskjálftavirkni þá kom fram jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin sem kom fram var lítil að stærð en dýpstu jarðskjálftarnir voru á dýpinu 14 km og næst dýpsti jarðskjálftinn var á 12 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast í Öræfajökli fyrir eldgos, þar sem heimildir fyrir síðasta eldgos eru að verða 660 ára gamlar og yngri heimildin er 293 ára gömul. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið en það gæti breyst án viðvörunar hvenær sem er.

Styrkir

Hægt er að styrkja vinnuna mína með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld (15-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Það er ekki ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina var vegna niðurdælingar á vatni á þessu svæði eða hvort að þetta sé eðlileg jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hingað til er með stærðina Mw3,3. Þessari jarðskjálftahrinu virðist ekki lokið þó svo að það hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík, Hveragerði, Selfossi og fleiri stöðum í nágrenni við Hengilinn.

Styrkir

Þessi vefsíða hefur ekki neinar auglýsingar vegna þess að Google Adsense er ekki stutt fyrir Ísland. Þar sem ég hef ekki fengið neinar íslenskar auglýsingar hingað inn þá þýðir það að ég fæ engar tekjur af þessari vefsíðu. Það eina sem gæti gefið mér tekjur hérna er ef fólk styrkir mína vinnu hérna beint. Það hjálpar mér að halda áfram með þessa vefsíðu og gera það sem þarf að gera hérna. Þetta hérna myndband á YouTube fjallar nákvæmlega um þetta vandamál sem fólk býr til efni stendur frammi fyrir varðandi þetta. Þarna er fjallað um málið frá sjónarhóli YouTube en ekki vefsíðu eins og þessar hérna en í grunninn er þetta mjög svipað og efnahagsreglan er sú sama. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Hrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (11-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Þarna urðu bara litlir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,7. Þegar þessi grein er skrifuð hafa komið fram 76 jarðskjálftar á Reykjanesskaga.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikil breyting á GPS mælingum á svæðinu fyrir utan breytingu sem bendir til þess að þensla sé hafin í eldstöðinni Krýsuvík. Hægt er að skoða GPS gögnin á vefsíðu Háskóla Íslands, GPS mælingar Reykjanes.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Ég er mjög blankur í Nóvember en ég vonast til þess að þetta fari að breytast á hjá mér á næsta ári en það veltur á hlutum sem ég hef enga stjórn á. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Mikil þensla mælist í eldstöðinni Reykjanes eftir Mw5,6 jarðskjálftann

Jarðskjálftinn sem varð þann 20-Október-2020 olli því að það hófst kröftug þensla í eldstöðinni Reykjanes í kjölfarið samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þenslan er í dag í kringum 50mm þar sem mest er og sést vel á GPS mælingum (GPS time series for Reykjanes).


Þenslan í eldstöðinni Reykjanes. Ég þurfti að minnka myndina vegna krafna frá WordPress kerfinu. Hægt er að sjá myndina í fullri stærð hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Rauður er þensla og blá svæði eru svæði sem eru lægra í mælingunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan sést mjög vel á GPS stöðvum sem eru næst þessu svæði. Þarna er fjallið Keilir sem myndaðist í eldgosi einhverntímann á síðustu ísöld. Þessi þensla útskýrir einnig þá jarðskjálftavirkni sem er á þessu svæði og ég skrifaði um í fyrri grein.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og í eldstöðinni Reykjanes. Vegna slæms veðurs þá mælast minni jarðskjálftar verr þessa dagana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð þá reikna ég með að það muni verða frekari jarðskjálftar á þessu svæði auk þess sem meiri þensla mun koma fram í eldstöðinni Reykjanes. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær eldgos yrði í eldstöðinni Reykjanes.

Frétt Veðurstofu Íslands á ensku

Significant ground deformation detected associated with recent earthquakes (en.vedur.is)