Í gær (02-Desemeber-2020) varð lítil jarðskjálftahrina suð-austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil. Það er hinsvegar norðan stormur í gangi og hefur sá stormur dregið úr næmni jarðskjálftamælinga á þessu svæði og öllu Íslandi síðan á Mánudaginn (30-Nóvember-2020).
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það svæði þar sem jarðskjálftar urðu í gær er annað svæði en það sem hafði stóru jarðskjálftahrinuna í Júní 2020 þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw6,0. Það er erfitt að segja til um það hvort að það verður meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði.