Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 8-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Tröllardyngju.

Síðustu 24 klukkutíma hefur mjög mikið verið að gerast í eldgosinu. Hérna er það helst eftir minni bestu þekkingu á stöðunni.

  • Ný sprunga fór að gjósa á milli Geldingadalir og gígsins sem fór að gjósa þann 5-Apríl-2021 (annar í Páskum). Nýja gossprungan er milli þessara tveggja eldgosa.
  • Hraunbreiðunar hafa núna runnið saman í eina stóra hraunbreiðu sem nær frá Geldingadalir niður til Meradalir.
  • Vefmyndavél Morgunblaðsins fór undir hraun eins og hægt er að lesa um hérna. Búnaður sem Veðurstofan var með á þessu svæði var einnig í hættu að fara undir hraun. Ég veit ekki hvort að það tókst að bjarga þeim búnaði en það átti að gera tilraun til þess að bjarga þeim búnaði.
  • Það er hætta á því að eldgosin sameinist í eitt stórt eldgos og eina stóra eldgosasprungu. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þetta gæti eða hvort að þetta muni gerast.
  • Það hefur ekki orðið vart við neinn samdrátt í þenslu á GPS mælum á Reykjanesskaga eins og hægt er að sjá hérna (síðan er á ensku).
  • Það er mikil hætta á því að það fari að gjósa suð-vestur af núverandi eldgosi með nýjum sprungum. Það hefur ekki ennþá gerst en sá möguleiki er mjög mikill.

Það er erfitt að spá til um framgang og þróun þessa eldgoss og nýjar sprungur geta opnast án fyrirvara. Ef ekkert stórt gerist þá verður næsta uppfærsla um eldgosið þann Föstudaginn 9-Apríl-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli (einnig Geldingadalir) þann 6-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðinni Krýsuvik-Trölladyngja.

Það hefur verið örlítil aukning í smáskjálftum eftir kvikuganginum eftir að það fór að gjósa á nýjum stað í Fagradalsfjalli. Meirihluti af þessum litlu jarðskjálftum eiga sér stað nærri Keili.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Það er lína af jarðskjálftum eftir kvikuganginum og er hópur af jarðskjálftum nærri fjallinu Keili en annars eftir öllu kvikuinnskotinu sem nær til gosstöðvana í Fagradalsfjalli
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og þarna sést vel smáskjálftavirknin við Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
  • Það hefur verið tilkynnt að hraunflæðið er núna meira með nýju gígunum með hraunflæðinu úr eldri gígnum (Geldingadalir). Samtals er hraunflæðið talið vera um 10m3/sekúndu.
  • Gígar hafa byggst upp á nýja staðnum þar sem fór að gjósa í dag. Það mun hugsanlega breyta hraunflæðinu í framtíðinni og það hraunflæði gæti náð til Geldingadals þegar sú breyting verður.
  • Það er mikil hætta á að nýjar gossprungur opnist bæði norður og suður af Geldingadalir (Fyrsta eldgosið) og síðan norður af eldgosinu í Fagradalsfjalli (nýja eldgosið).
  • Hraunið flæðir núna niður í Meradalir. Þessi dalur er miklu stærri en Geldingadalir og mun ekki fyllast af hrauni svo einfaldlega. Það virðist vera meira vatn í þessum dal og það gæti valdið sprengingum þegar hraunið fer neðar í dalinn.

Þessa stundina eru ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála eftir því sem ég kemst næst. Ef ekkert stórt gerist í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þá verður næsta uppfærsla Föstudaginn 9-Apríl-2021.

Núna er reiknað með löngu eldgosi í Fagradalsfjalli í Geldingadalir (fljótlega fyrrverandi dalur) miðað við efnasamsetningu hraunsins

Þetta er ekki grein um stöðuna á eldgosinu. Það hefur lítið breyst í eldgosinu þegar þessi grein er skrifuð.

Háskóli Íslands hefur gefið út skýrslu sem hægt er að lesa hérna (á ensku) sem sýnir að kvikan sem er núna að koma upp af 17 km til 20 dýpi. Jarðskorpan á Reykjanesskaga er um 17 km þykk. Hægt er að sjá 3D kort af eldgosinu hérna. Ég held að þetta kort verði uppfært reglulega af ÍSOR. Kvikan sem kemur núna upp í eldgosinu er hluti af Þóleiít (Wikipedia) kviku. Þegar kvikan kemur upp á yfirborðið er hún um 1180C gráðu heit.

Það sem er einnig að gerast er að þarna virðist vera að myndast dyngju (Wikipedia) eldstöð. Það er spurning hvort að þarna myndist ný kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikugangurinn er núna til staðar. Það er áframhaldandi hætta á því að nýjir gígar opnist án viðvörunnar. Miðað við þá jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað þá er ljóst að kvikugangurinn er ennþá virkur frekar en að hann hafi breyst í jarðskorpu með kælingu.

Eldgosið er einnig hátt í eftirtöldum gastegundum CO (Kolmónoxíð), CO2 (Koltvísýringur), SO2 (Brennisteinstvíoxíð) og fleiri gastegundum sem eru mjög hættulegar.

Það er núna reikna með að Geldingadalir muni fyllast af hrauni á næstu 8 til 18 dögum miðað við flæði í eldgosinu eins og það er núna. Þegar það gerist þá mun hraunið flæða yfir í næsta dal sem ég hef ekki nafnið á. Ef að eldgosið varir nógu lengi þá mun hraunið á endanum flæða niður í Nátthagadal.

Óróapúsl í eldstöðinni Fagradalsfjall þann 9-Mars-2021

Þetta er stutt grein um virkinina um eldstöðina Fagradalsfjall. Staðan á þessu svæði er stöðugt að breytast og því er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst þarna.

Aðfaranótt 9-Mars-2021 frá klukkan 05:20 til um klukkan 07:00 kom fram óróapúsl á jarðskjálftamæla Veðurstofu Íslands. Þessi óróapúls sýnir að kvikan er ennþá að stækka við sig og þenjast út þann kvikugang sem hefur núna myndast í eldstöðinni Fagradalsfjall. Stækkunin núna virðist hafa verið til suðurs eða suð-vesturs en GPS gögn munu sýna á morgun og næstu daga nákvæmlega hvernig og hvert kvikugangurinn er að þenja sig út núna.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Fagradalsfjall og sýnir jarðskjálftana sem áttu sér stað frá miðnætti 8-Mars til 9-Mars klukkan 16:10
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. þetta eru frá 8-Mars miðnætti og til 9-Mars til klukkan 16:10. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er færri sterkari jarðskjálftar síðustu daga en það hefur ekki dregið úr jarðskjálftavirkninni þó svo að aðeins fáir jarðskjálftar sem nái stærðinni Mw3,0 eða stærri. Það er ekki búist við að þetta tímabil sem er mjög rólegt núna er ekki búist við að muni endast nema í mjög stuttan tíma á meðan kvika heldur áfram að flæða inn í jarðskorpuna við Fagradalsfjall. Það er einnig hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á þessu svæði auk þess sem það er hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 í Brennisteinsfjöllum. Það hefur ekki mælst nein kvikuhreyfing í eldstöðvunum Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöllum.

Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjall þar sem staðan er stöðugt að breytast. Þessi grein er skrifuð þann 7-Mars-2021 klukkan 23:44.

Klukkan 00:22 til rúmlega klukkan 00:42 varð óróapúls í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þó svo að þessi óróapúls hafi aðeins varað í rúmlega 20 mínútur þá kom það af stað jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 01:00 og varði til rúmlega 04:00 og varð stærsti jarðskjálftinn klukkan 02:01 og var með stærðina Mw5,0 til Mw5,2 (USGS/EMSC). Daglega mælast um 2500 til 3000 jarðskjálftar á þessu svæði. Síðan 24-Febrúar-2021 meira en 24000 jarðskjálftar mælst í þessari jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Það er mjög mikil þensla að eiga sér stað í eldstöðinni Fagradalsfjall og það er að búa til mikla jarðskjálftavirkni bæði austan og vestan við Fagradalsfjall þar sem kvikuinnskotið er að eiga sér stað núna. Það kemur af stað stórum jarðskjálftum eins og þeim sem var með stærðina Mw5,0. Margir af þessum jarðskjálftum eru mjög nálægt bæjarfélaginu Grindavík og fólk þar er hætt að geta sofið vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni og verða núna jarðskjálftar í nágrenni Grindavíkur á mínútu fresti.

Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall. Fjöldi jarðskjálfta með stærðina yfir Mw3,0 er 68 og fjöldi minni jarðskjálfta er yfir 2600.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanessi vegna virkninni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að skoða þensluna í Fagradalsfjalli með því að skoða þessa hérna vefsíðu. Önnur vefsíða með GPS gögn er hægt að skoða hérna.

Það er vona á fleiri kröftugum jarðskjálftum á Reykjanesinu Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og hægt er.

Beint vefstreymi af Keili og nágrenni

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Uppfærð grein þann 8-Mars-2021

Morgunblaðið var að gefa út þessa hérna frétt sem sýnir skemmdir á vegum nærri HS Orku á Reykjanesi.

Mal­bik sprungið við HS Orku í Grinda­vík (mbl.is)

Grein uppfærð klukkan 01:33.


Grein uppfærð klukkan 04:39. Lagaði YouTube tengill.


Grein uppfærð klukkan 16:59 þann 8-Mars-2021. Lagaðu vefmyndavéla tengill til Rúv.is

Staðan í eldstöðinni Krýsuvík klukkan 20:31

Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.

Ekkert eldgos er byrjað þegar þessi grein er skrifuð. Óróinn er aðeins minni núna og byrjaði að minnka um klukkan 16:00 miðað við þegar óróinn hófst klukkan 14:20 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi órói er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru engin merki um sigdalinn á yfirborðinu ennþá, hinsvegar sést þessi sigdalur í GPS gögnum og gervihnattagögnum. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð en flestir jarðskjálftar eru mjög litlir en það kemur inn talsvert af jarðskjálftum sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Mikið af grænum stjörnum og og rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftagraf af jarðskjálftunum. Elstu jarðskjálftanir eru bláir, síðan gulir jarðskjálfar, appelsínugulir jarðskjálftar og síðan rauðir jarðskjálfta punktar
Þéttleiki jarðskjálftanna í eldstöðini Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna eru vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á beint streymi af svæðinu þar sem hugsanlegt eldgos getur orðið.

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu (Rúv.is)
YouTube Streymi

Óróapúls staðfestur í eldstöðinni Krýsuvík – Eldgos gæti verið yfirvofandi

Þessi grein er skrifuð klukkan 16:37. Þetta er stutt grein þar staðan breytist mjög hratt.

Óróapúls hefur verið greindur í eldstöðinni Krýsuvík. Ef að eldgos verður eins og búist er við þá er þetta fyrsta eldgosið í eldstöðinni Krýsuvík síðan árið 1340.

Óróaplott í Vogum sem sýnir óróann mjög vel. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaganum í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið staðfest að sigdalur er að myndast þar sem reiknað er með að eldgos verði. Þetta er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er beint streymi á YouTube af þessu svæði og hægt er að fylgjast með því hérna.

Uppfærsla klukkan 16:43

Rúv hefur sett upp vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.

Óróabreyting nærri Grímsfjalli

Það hefur orðið breyting á óróa á SIL stöðvum nærri Grímsvötnum. Þessi óróabreyting kemur fram á nokkrum SIL stöðvum næst Vatnajökli. Þessi órói er sterkastur á SIL stöðvunum Húsbónda og Jökulheimum. Það er hugsanlegt að orsök þessa óróa sé önnur en kvikhreyfing, sem dæmi jökulhlaup, hreyfing á jöklinum eða eitthvað annað. Þetta er ekki manngerður hávaði, þar sem þetta kemur fram á nokkrum SIL stöðvum samtímis.

hus.05.09.2016.at.01.29.utc
Húsbóndi SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.05.09.2016.at.01.29.utc
Jökulheimar SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina veit ég ekki hvað er að valda þessum óróa á þessum SIL stöðvum. Þetta er ekki veðrið þar sem veður er gott á Íslandi þessa stundina. Engin breyting er á SIL stöðinni í Grísmfjalli þannig að þetta er ekki í þeirri eldstöð. Þetta er hinsvegar innan sprungusveims Grímsfjalls en þar er einnig eldstöðin Þórðarhyrna sem síðast gaus árið 1902. Upplýsingar um eldgos í Þórðarhyrnu er að finna í eldgosasögu Grímsvatna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja.