Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Tröllardyngju.
Síðustu 24 klukkutíma hefur mjög mikið verið að gerast í eldgosinu. Hérna er það helst eftir minni bestu þekkingu á stöðunni.
- Ný sprunga fór að gjósa á milli Geldingadalir og gígsins sem fór að gjósa þann 5-Apríl-2021 (annar í Páskum). Nýja gossprungan er milli þessara tveggja eldgosa.
- Hraunbreiðunar hafa núna runnið saman í eina stóra hraunbreiðu sem nær frá Geldingadalir niður til Meradalir.
- Vefmyndavél Morgunblaðsins fór undir hraun eins og hægt er að lesa um hérna. Búnaður sem Veðurstofan var með á þessu svæði var einnig í hættu að fara undir hraun. Ég veit ekki hvort að það tókst að bjarga þeim búnaði en það átti að gera tilraun til þess að bjarga þeim búnaði.
- Það er hætta á því að eldgosin sameinist í eitt stórt eldgos og eina stóra eldgosasprungu. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þetta gæti eða hvort að þetta muni gerast.
- Það hefur ekki orðið vart við neinn samdrátt í þenslu á GPS mælum á Reykjanesskaga eins og hægt er að sjá hérna (síðan er á ensku).
- Það er mikil hætta á því að það fari að gjósa suð-vestur af núverandi eldgosi með nýjum sprungum. Það hefur ekki ennþá gerst en sá möguleiki er mjög mikill.
Það er erfitt að spá til um framgang og þróun þessa eldgoss og nýjar sprungur geta opnast án fyrirvara. Ef ekkert stórt gerist þá verður næsta uppfærsla um eldgosið þann Föstudaginn 9-Apríl-2021.