Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 6-Apríl-2021 (Önnur uppfærsla dagsins)

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Síðastliðna nótt var ný sprunga uppgötvuð milli nýja og gömlu gíganna. Sprungan er um 150 metra löng og þar streymir heitt loft upp.
  • Það hefur einnig verið tilkynnt að ný sprunga er að myndast norður af nýju gígunum og þar hefur land einnig verið að síga. Engar aðrar breytingar hafa verið tilkynntar þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það hraun sem flæðir niður í Meradalir kólnar mjög hratt þegar þangað er komið. Hraunáin fer hinsvegar fram mjög hratt niður í Meradali og það hraun er á mikilli hreyfingu.
  • Það er núna reiknað með að þetta sé upphafið af mjög löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga sem mun vara í margar aldir með hléum sem eru 10 til 20 ár með eldgosavirkni sem varir í 30 til 50 ár þess á milli.

Ástandið á Fagradalsfjalli er að breytast mjög hratt á hverjum degi og hættan á að nýtt eldgos hefjist án viðvörunar er núna mjög mikil.