Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðinni Krýsuvik-Trölladyngja.
Það hefur verið örlítil aukning í smáskjálftum eftir kvikuganginum eftir að það fór að gjósa á nýjum stað í Fagradalsfjalli. Meirihluti af þessum litlu jarðskjálftum eiga sér stað nærri Keili.
- Það hefur verið tilkynnt að hraunflæðið er núna meira með nýju gígunum með hraunflæðinu úr eldri gígnum (Geldingadalir). Samtals er hraunflæðið talið vera um 10m3/sekúndu.
- Gígar hafa byggst upp á nýja staðnum þar sem fór að gjósa í dag. Það mun hugsanlega breyta hraunflæðinu í framtíðinni og það hraunflæði gæti náð til Geldingadals þegar sú breyting verður.
- Það er mikil hætta á að nýjar gossprungur opnist bæði norður og suður af Geldingadalir (Fyrsta eldgosið) og síðan norður af eldgosinu í Fagradalsfjalli (nýja eldgosið).
- Hraunið flæðir núna niður í Meradalir. Þessi dalur er miklu stærri en Geldingadalir og mun ekki fyllast af hrauni svo einfaldlega. Það virðist vera meira vatn í þessum dal og það gæti valdið sprengingum þegar hraunið fer neðar í dalinn.
Þessa stundina eru ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála eftir því sem ég kemst næst. Ef ekkert stórt gerist í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þá verður næsta uppfærsla Föstudaginn 9-Apríl-2021.